Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

Skyldublogg. Ekkert að gerast, nema nog að gera

Þegar maður hefur ekki haft neitt að gera nema blogga í margar vikur í röð þá finnst manni sárt að fara að vinna og setja ekkert nýtt inn svo vikum og dögum skiptir. Þess vegna flokkast þetta sem skildu blogg, og verður þar af leiðandi mjög leiðinlegt, og legg ég til við þá sem ekki þora að hætta hér að lesa .. .. .. .
.. .. allir farnir? .. .. þá byrjar upptalningin .. Ég er 29 ára frá því í sumar, þann 30 júli ´06 og er farinn að vinna fyrir mikinn sjánada sem skilur liti og skilur meiningu þeirra. Hann metur orkuþörf kúnnana sinna og málar íbúðirnar þeirra eftir persónulegri orkuþörf þess sem í herberginu sefur. Þörf þessa fólks er afar ólík, sumir eru gersamlega snargeðveikir og þurfa rosalega mikið á sjálflýsandi grænum litum að halda meðan aðrir eru "orange" þurfi og fá þá vel appelsínu gult herbergi. Vitamálningargullt. En ekki er allt alslæmt, sumt fólk biður um að mála loftin sín aftur hvít því líkami þeirra og andi bara þolir ekki svo mikið af litum í litlu herbergi, og þá er það gert. Hann skilur að sjálfsögðu aldrei neitt í því og segir að fólkið verði bara þreitt og bakveikt á að hafa hvít loft, þar er skýringin komin, þið veikburða íslendingar, of mikið hvítt. Síðan eftir langan dag við vinnu kem ég heim og drekk .. þannig er það, fæ mér alltaf annað hvort vatn, mjólk eða bara eitthvað svalandi. Stundum hlýum við okkur hjónakornin með rauðvíni eða hvítvíni en það er bara á köldum haustkvöldunum hér, miðstöðin enn svolítið kreisí. Harpa er núna pínu spæld út í sýkla og bak -terítur heimsins því kennararnir hennar eru alltaf eitthvað laskaðir. Um daginn fékk undirleikarinn hníf í fingurinn og síðan sýkla í sig og varð veikur. Núna er Martha með Bak -teríur og getur ekkert kennt, vonandi það komist í lag sem fyrst. Hún hefur víst átt við svona bak eymsl áður og var það víst langvinnt. Vonum að allt detti í gírinn hjá henni svo Harpa geti unnið vel áfram. Halldóra sómir sér rosa vel í leikskólanum, hún er greynilega í uppáhaldi. Hún er á flestum myndum sem settar eru upp af krökkunum og það finnst okkur rosalega gaman. Það er ekki útaf því að hún sé eitthvað stærri en hin börnin og þvælist því alltaf fyrir linsunni heldur er hún sérstaklega leytuð uppi til myndatöku, hún er samt alltaf borðandi á þeim, kannski það sé myndefnið. Hún er farinn að tala fullt af þýsku í leikskólanum og reyndar heyrum við til hennar þegar hún talar við sjálfa sig líka á þýsku, það er soldið sniðugt. Við Harpa spiluðum aftur í Sell um daginn og fengum rosalega góðar viðtökur, hugsanlega komin með spilamennsku í listasmiðju rétt fyrir utan Salzburg og síðan líka hugsanlega eitthvað í Sviss. Kvöldið gekk vel og við förum aftur á laugardaginn næsta. Síðan koma fleiri gestir, Lilla og Valdi ætla að koma og vera hjá okkur um vikutíma, það verður skemmtilegt að fá þau og slappa af með þeim hér. Jæja nóg í bili, held ég gleymi ekki neinu merkilegu nema það þá helst að ég er að pæla að fara að sjá Lambchop frá USA, þekkir það band einhver sem þetta les? endilega kommentið. Þar til næst, .. .. .. heyrðu KRAMPÚS hlaupið er á laugardaginn !! Við setjum inn myndir af því strax eftir helgi það er víst viðbjóður. Ógeðsleg slepjuleg skrímsl sem lemja fólk með greinum og hlaupa um með kúabjöllur og dólgslæti um alla borg. Safnast síðan hér saman í Linergasse með fanga og niðurlægja þá sem þeir hafa náð ... nehh djók engir fangar og engar pyntingar. Sjáumst !

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Rolegheit...

Það er voða gott að vera í rólegheitum og fíneríi. Ég er í miklum rólegheitum núna þar sem kennarinn minn er lasinn og þá er mjööööög lítið að gera hjá mér. Ég segi það ekki, maður getur æft sig og spegúlerað í músíkinni og það ætla ég mér að gera einhvern part úr degi. Ekki nóg með veikindi kennaranns heldur er Halli líka farinn upp í Sell am See að vinna og kemur ekki aftur fyrr en á föstudag. Já já þá leik ég að sjálfsögðu við dóttur mína sem er með eindæmum skemmtileg þessa dagana. stæla skeiðið alveg á dúndrandi flugi... Nú sakna ég allra heima á ísl....
Svona ekkert fj.... væl heldur bara bretta upp ermar og baka til jólanna, hugsið ykkur allar sortirnar sem Halli mun fá fyrir þessi jól :) kaupa jólagjafirnar, maður verður að klára þetta snemma svo þær komist nú í tæka tíð á áfangastað. Já og blessuð jólakortin..... hvað er ég að bulla um rólegheit, það er brjaaaaaáálað að gera !!!


Barnagrín

Þetta kemur manni nú í ágætis skap :)

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

黃克林-少年仔甭抓狂

Svona skemmtum við Halli okkur á síðkvöldum, missum okkur í tælensku karókí :D

mánudagur, nóvember 13, 2006

Rosa vika buin og önnur strax byrjuð..

Í-jess ! Rosalega skemmtilegri viku lokið og síðustu gestirnir svona rétt að skríða í hús þegar þetta er skrifað. Mamma og pabbi eru yfirleitt lang síðust heim úr partýum og engin breyting á því núna. Hurfu héðan úr íbúðinni um hádegisbil í gær og og skildu eftir sviðna jörð. Tóku flug frá Linz, sem er ekki mjög stór flugvöllur, eiginlega skaðar smæð hans þjónustustigið verulega. Þau voru mætt snemma og fóru í röð. Þau voru með yfirvigt (allar jólagjafirnar) en þau voru bara með yfirvigt af því að þau ferðuðust með eina tösku, þess vegna var yfirvigtin á einn mann. Pabbi var ekki með neitt í ferðinni, mamma var bara með mjög mikið. Þetta er nú ekki stór mál, en á þessum flugvelli þarf að finna störf fyrir allt starfsfólkið sem hangir þarna allan daginn eftir einni flugvél. Mamma var rekin í burtu án þess að fá miðann því það þarf að gera upp sektina í öðrum bás til að fá miðann, önnur röð og enginn við básinn. Eftir langa stund silast eftir endilangri flugstöðvarbyggingunni hægfara, reykjandi og rauðhærð austurísk rayan air stúlka. Hún kemur sér fyrir í sæti við básinn og fer ánægjulega og afslappandi .. að röfla í símann, ..geispar... talar... togar í hárið rauða og tyggur tyggjó .. Tíminn silast áfram og veika hnéð á mömmu spyr hvort að sé ekki eitthvað að gerast í afgreiðslunni .. ekkert svar. Pabbi stendur upp, hann var ekki með neinn farangur, málið leysist eftir nokkra bið og sektin greidd. Röð í flugmiðann aftur, flugvélin að fara, afgreiðslufólkið geispar og togar í appelsínugula hárið. Miðarnir í höfn. Fjölskyldan kveður með tárum, sumir allavega, ekki ég, og allir veifa. Það er engin röð hjá tollurunum sem bíða geispandi við röntgenhliðið og fikta með penna .. mamma fer í gegn og ekkert mál pabbi fer í gegn og mál. Hann á að fara úr jakkanum og taka af sér beltið, síðan er leitað á honum með geislasverði.. allt vitlaust og píp og brjálæði, faðu úr meiru segja þeir og aftur leita þeir með geislasverðinu. Ljós og píp og vesen, nú fer pabbi eitthvað aðeins að efast .. setti Erla eitthvað ólöglegt í skóna mína hvað er þetta eiginlega. Þeir skoða hann aftur og þegar þeir leyta yfir skóna aftur heyrist greinilegt píp hljóð, er þetta kannski táfílan eftir margra kílómetra göngu síðustu daga og enginn farangur?.. úr skónum !! Þegar tollarinn heldur á skónum eftir að skórnir fóru í röntgen og ekkert gerðist uppgötva allir viðstaddir hver var sekur. Á hendinni sem hélt á skónum, á gagnstæðri hendi þeirrar sem hélt á geislasverðinu var risastór gullhringur, ábyggilega stolinn, á tollarahendinni. Eftir þetta fóru þau í loftið með flugvélinni sem flaug frá barnaskólanum í Linz .. a.k.a. Flughaven. Seinkun hjá Icelandair um 3 tíma, biðröð á flugvellinum. Meiri seinkun. Flogið klukkan 1. Komin til Íslands kl 3 aðfaranótt mánudags. Á Íslandi er brjálað veður og fólki ráðlagt að halda sig innan dyra og halda alls ekki á heiðina. Beðið á Hotel Keflavíkur nætur.. og þínar yndislegu dætur .. Kefla.. (gleymdi mér, þekkir einhver lagið?) Lagt af stað í brjáluðu veðri og voru að skríða inn á Hlíðarbrautina núna, kl. 5. Mánudag. Vikan var fín. Við brölluðum mikið, fórum í búðir og ferðalag upp í alpa. Keyrðum á milli skíðasvæða og skoðuðum kastalann mikla. Átum góðan mat og fórum í hestvagnaferð. Borðuðum, borðuðum, borðuðum og borðuðum morgunmat og hádegismat. Pasta, víno rautto hvitt, bjóro nauto kjúkling. Pizzur, pakkamato sítt afhverju, allskonar í eftirrétt. Síðan var líka sofið út og slakað á. Takk mamma og pabbi fyrir komuna og komiði sem oftast því ég vann ekki nema einn og hálfan dag í síðustu viku, aðra vikuna mína í vinnunni. Og var þessi sú skemmtilegasta af öllum sem ég hef verið hjá fyrirtækinu. Nánari vikulýsing sést á myndasíðunni þar sem þær eiga að koma inn í tímaröð, ég man ekki hvað við gerðum nákvæmlega. Tssjússh, tzervús og BRJÓST !!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

allt orðið eins og aður fyrr i olddays

Jamm, jamm, jamm, jamm. Nú er veturinn kominn með snjó og kulda, svona er þetta bara, sólbað og fínerí og síðan bara snjór og kuldi. All in a sudden. En við höfum verið yðin við að hlýja okkur inná við, höfum ræktað andann og línurnar, með alls kyns skemmtilegheitum. Ég byrjaði í vinnunni á mánudag og það svona var ekki alveg jafnmagnað og ég hafði búist við. Í heilan dag fékk ég engin verkefni þó nóg væri að gera af því collegar mínir neiruðu að tala við mig, algerlega neituðu enskunni (allt í lagi) og þögðu bara á þúsku, þegar ég reyndi að tala við þá. Ég held þeir hafi verið fúlir með sitt nýja barnapíju hlutverk í vinnunni, bara viljað mála. Ég reyndi eitthað að gera og það sem ég gerði var allt í rugli og ég fékk að heyra það á þýsku nottla og veit ekkert hvað þeir sögðu?.. Notaði vitlaus efni og var lengi af því ég fann ekki réttu verkfærin, næsti dagur var aðeins betri en ekki svo mjög.. ég redda þessu bara einhvernvegin hugsa ég, ég fæ allavega fría þýskukennslu (hraðferð, mjög hraðferð) og smá laun, réttilega lýst, miðað við kaup á ísl þá er þetta svona, smá svona kaup smá, aðeins, fyrir mánuðinn. En ég ætla að kenna aðeins á bassa (er með einn, kannski tvo nem. í vetur) og síðan bara reyna spila og mála eitthvað auka. Allveg eins og heima. Ég hjóla alltaf í vinnuna og mun gera það í vetur. Það er gaman að hjóla. Ég hef ekki átt hjól í mörg ár og einhvern veginn aldrei haft neinn sérstakan áhuga á að eiga hjól en núna á ég hjól og þetta er snilldar ferðamáti. Ég tofffærast um allt hérna í snjó og krapa í froststillunum á morgnana, það er heavý næs. Nýja íslenska jazztríjóið fór á tónleika með Sabinu Hank á jazzhátíð á fimmtudaginn og það var ömurlegt. Hún kom fram á flygil og var mjög góð, hún söng líka aðeins og gerði það mjög vel. En það var samt einn aðalsöngvari sem var alveg hræðilegur, undir tóni og með ljóta rödd og söng illa. Hann var um 60 ára og var ábyggilega einu sinni voða heitur klapp í takt tónlistarmaður, en ekki lengur. Mér fannst hann eyðileggja tónleikana. Daginn eftir, fórum við Harpa út að borða og sáum ungan norskan jazzpíanista, Thord Gustavsen; sem var með æðislegt sett. Frábær píanisti og höfundur þar á fer. Bassaleikarinn góður og slagverksleikarinn meiriháttar. Síðan snemma í gærmorgun kom íslandstríjóið saman í fyrsta skipti og nyji trommarinn stóð sig vel, miðað við að vera ekki trommari heldur nýorðinnsneril eigandi, hann hlustaði bara á velsvíngandi dúóið og burstaði síðan bara með. Þetta var gullreiðareigandinn sjálfur Herr Vídó. Æfingar halda áfram, og ekki stemmt á tónleika alveg strax. Síðan fór Harpa Á Buena Vista social club í gærkveldi og var víst alveg frábært. Núna er kaldur og grár sunnudagsmorgun og lítið að gera en að hanga inni í kuldanum, því kyndingin er ekki enn komin í lag, og kannski taka til fyrir mömmu og pabba. Þau ætla að koma á morgun og vera í viku. Það verður mjög gaman því við pabbi höfum eiginlega ekkert rætt pólitík frá því við fluttum út og því gott fyrir aðstæðurnar að hitastigið í íbúðinni sé ekki meira en 16 gráður. Jæja, verkefni dagsins bíða og best að koma sér að verki.. Lifi byltingin !!!

föstudagur, nóvember 03, 2006

Nu er HANN kominn...

Já hann er kominn. Veturinn mætti í öllu sínu veldi í gær eftir funhita og blíðu. Okkur var sagt að þetta myndi gerast mjög snöggt en HAAAAALLLÓÓÓÓÓ... Ég trúði þessu ekki þegar ég vaknaði í gærmorgun og sá snjóinn á húsþökunum. Þetta var reyndar ekkert voðalega mikið en það var mjög kalt úti og snjórinn bráðnaði ekkert og svo bættist bara við meira í nótt og í dag og mun bætast við meira á morgun og hinn og hinn..... Okkur er líka tjáð að þetta verði þar til í maí. Takk fyrir, þetta er ekkert eins á á klakanum þar sem snjórinn bráðnar um leið og hann lendir.
Það var að sjálfsögðu mikil gleði hjá HBH og við mæðgur lentum í smá þrasi þar sem sú stutta vildi ekki fara í leikskólann heldur bara beint á skíði... ég reyndi að útskýra að það væri nú ekki nægur snjór til þess en við færum að sjálfsögðu á skíði um jólin. HBH skildi það ekki og fór bara að gráta, vildi ekkert fjárans kjaftæði heldur bara komast á skíði eins og Mía litla (Múmínálfarnir)
Þetta bjargaðist þó allt að lokum þegar hún sá að það væri sennilega ekkert svo gott að renna sér..... Nú eru það bara vettlingar, húfa og kuldaskór brrrrrrr. Þetta er reyndar bara voða huggó fyrir utan að við kunnum ekki að kveikja á hitanum á íbúðinni...... það er orðið nett kalt á kvöldin núna en við vonum að þessu verið bara kippt í lag á næstu dögum.
Guðmundur og Erla koma á mánudaginn og er mikill spenningur í kringum það. Við ætlum að hafa alveg sérstaklega gott í snjónum og njóta hvers dags. Þau stoppa bara í 6 daga þannig að maður verður að njóta þeirra vel :)

Annars bara tóm gleði og hamingja á bænum



Svona var útsýnið út um gluggann í morgun