Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Rolegheit...

Það er voða gott að vera í rólegheitum og fíneríi. Ég er í miklum rólegheitum núna þar sem kennarinn minn er lasinn og þá er mjööööög lítið að gera hjá mér. Ég segi það ekki, maður getur æft sig og spegúlerað í músíkinni og það ætla ég mér að gera einhvern part úr degi. Ekki nóg með veikindi kennaranns heldur er Halli líka farinn upp í Sell am See að vinna og kemur ekki aftur fyrr en á föstudag. Já já þá leik ég að sjálfsögðu við dóttur mína sem er með eindæmum skemmtileg þessa dagana. stæla skeiðið alveg á dúndrandi flugi... Nú sakna ég allra heima á ísl....
Svona ekkert fj.... væl heldur bara bretta upp ermar og baka til jólanna, hugsið ykkur allar sortirnar sem Halli mun fá fyrir þessi jól :) kaupa jólagjafirnar, maður verður að klára þetta snemma svo þær komist nú í tæka tíð á áfangastað. Já og blessuð jólakortin..... hvað er ég að bulla um rólegheit, það er brjaaaaaáálað að gera !!!


Barnagrín

Þetta kemur manni nú í ágætis skap :)