Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, október 15, 2006

Komin heim eftir frabæra helgi

Hæ, hæ. Nú erum við komin heim á Linzergötu eftir mjög skemmtilega helgi. Við leigðum okkur bíl í Freilassing, þorpi í Þýskalandi 15 km í burtu frá Salzburg, á Fimmtudag. Við ákváðum að leigja þar af því þar er það yfirleitt ódýrara en hér og við erum líka komin á svartan lista í Austuríki ! Megum ekki lei... neh stopp, bara fjárhagslegar ástæður. Fórum síðan eldsnemma á föstudagsmorgun til fundar við Höllu systur og Baldur í landamæraþorpinu Villach. Þau komu keyrandi frá San Danielle á Italíu með fullt skott af parmaskinku og parmesan osti, sem átti eftir að gleðja svangann ferðalang seinna um daginn, til fundar við okkur. Við lögðum af stað tímanlega út úr Salzburg og það hlakkaði í okkur, spennt fyrir ferðalaginu. Eftir um 50 mínútna keyrslu sáum við á stórum skiltum allt í kringum okkur að við vorum á hraðri leið í átt til Munchen, sem er algerlega í kolöfuga átt við Villach og ítallalíu ! Upp hófust mikil læti, því við vorum á hraðbrautinni og lítið um útafaksturs sénsa, en fundum svo aðrein inn að Salzburg aftur. Eftir um klukkutíma indælisratleik um þröngar götur Salzborgar, í nær alls óþekktum hverfum borgarinnar, vorum við aftur á leið til Villach. En nú vorum við svo smeik um að missa af skiltum sem upplýstu rétta leið að við fókusuðum svo stíft og spáðum svo mikið að við ómeðvitað lærðum nöfnin á megninu af smábæunum á þessari tveggja tíma akstursleið algerlega af óþörfu. En þökk fyrir gleymsku okkar og viðutansheit vorum við búin að gleyma þeim aftur er við lögðum af stað aftur heim, og við keyrðum eiginlega alla leiðina heim án þess að blikka. Við hittum Höllu og Baldur í miðbæ Villach, sem er eins og allar aðrar borgir og bæir á þessu svæði c.a. frá 1500 og eitthvað, og mjög sjarmerandi. Við fengum okkur öll parmesanost vafðann í gæða parmaskinku og sötruðum hvítt með, það var alveg meiriháttar fínt, nema fyrir dúfurnar sem heimtuðu helllmíng eða skitu á okkur fljúgandi. Hellvítis rottur! Síðan gengu við um bæinn og kíktum í búðir og leituðum að týndum manni við árfarveginn... fundum hann ekki. Eftir spjall, snæðing og góðann dag var ákveðið að keyra af stað heim. Allt gekk vel.


Daginn eftir skiluðum við bílnum til Freilassing, en ekki tókst það betur en svo að ég kolviltist áður en ég komst út úr borginni. Heppnaðist samt að lokum. Síðan fórum við í þriggja ára afmæli til Önnu Birnu vinkonu okkar. Þar var helljar veisla og gaman. Halldóra Björg varð eftir og fékk að gista meðan við fengu bíl lánaðan hjá vini og keyrðum til Sell am see til að spila. Leiðin er mjög falleg og bærinn einnig. Hótelið sem við spiluðum á er svona Design hotel þar sem allt er teiknað og hannað, sápan, sturtan, rúmmin, skápar, diskar og glös, næstum starfsfólkið. átum vel, drukkum vel og spiluðum vel. Allir voru voða ánægðir og klöppuðu, hótelstýran sýndi því mikinn áhuga á að við kæmum aftur til að vinna meira, en við erum svona að melta það. Erfitt án þess að eiga bíl, og soltið bras með pössun, sjáum bara til. Síðan komu við heim í dag og það var fínt, sóttum H.B til Kjartans, Erlu og Önnu B og fórum beint í pitzu síðan heim. Helgin var sem sagt góð, skemmtileg og slysalaus, öðruvísi en margar aðrar hér í Salz. en héðan í frá eru slysin búin. Þar til næst b.k. Halli, Harpa og Halldóra Björg.