Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, september 20, 2006

...

Halló allir...
Nú erum við Halldóra Björg einar heima í Salzburg. Halli er að vinna upp í sveit og mun vera að því fram að inntökuprófinu sem er á miðvikudaginn í næstu viku. Ég er búin að taka söng og undirleikstíma og það hefur gengið vonum framar, er bara nokkuð ánægð með mig. Vona að ég verði það líka á miðvikudaginn... :/
HBH er ekki alveg eins ánægð á leikskólanum þessa vikuna en þetta kemur allt saman... erum að vinna í þessu...
Dótið okkar er komið og við erum búin að koma okkur rosalega vel fyrir í sætu íbúðinni okkar. Við opnuðum brúðargjafirnar aftur við hátíðlega athöfn og við mikinn fögnuð. Við eigum svo mikið af fínu dóti :) TAKK FYRIR OKKUR ENN OG AFTUR !!!
Það er ferlega skríðtið að eiga svona fínt dót og fína íbúð og svo kemur enginn í heimsókn... Nei nei þetta er bara alveg einstaklega huggulegt allt saman. Nú styttist í að skólinn byrji og er það vel. Það er samt alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða. Við Halli fengum spilagigg í Sell Am See 14. okt. píanó og kontri og svo verðum við með tónleika á milli jóla og nýárs á skíðahóteli hér í sveit. Já já allt að gerast. Það er mjög gott að fá smá svona en ég ætla ekki að missa mig í því eins og síðasta vetur.....
Ég er búin að fá á mig alls kyns blammeringar vegna þess að símanúmerið mitt, sem ég skrifaði hér á bloggið, er VITLAUST. Biðst ég innilega afsökunar á því og hér er það í réttri mynd 0043-6766403167.

Heimilisfangið okkar er:
Linzergasse 31
5020 Salzburg
Austria

Ég veit af einhverjum sem hafa verið að falast eftir þessu til að geta sent gamaldags bréf.... Það er sko vel en ég get ekki lofað að viðkomandi fái slíkt það sama á móti... :)

Bestu kveðjur í bili

Harpan