Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, september 11, 2006

sumar og sol

Jæja hæ, hó, önnur vika að byrja með tilheyrandi rölti um borgina, bjórdrykkju og chilli. Soldið fyndið að segja frá eftir að Harpa dásamaði hljóðeinangrunina, síðast þegar hún bloggaði, að í nótt um hálf fjögut leitið byrjaði þetta ógnarpartý. Og hávaðinn var slíkur að þetta var eins og liggja á miðju dansgólfinu í Tunglinu gamla við Lækjargötu og allir á E pillum! En hætti svo skyndilega um fimm. Þá sofnuðum við aftur. Við Harpa erum orðin pínuþreytt á því að vera alltaf að skrifa um sömu hlutina, svo sem eins og með hina langþráðu búslóð sem við fáum vonandi á miðvikudaginn og um veðrið sem er alltaf gott og skólann sem byrjar bráðum. Ég er hugsanlega og vonandi á leið upp í alpana að vinna í tvær, þrjár vikur á föstudaginn næsta og það verður munur á fá eitthvað að gera og smá aukapéníng. Reyndar var ég líka næstum búinn að landa jazzgiggi í Zell am see en áhugamenn um skíðamennsku þekkja þann stað fyrir allt annað en jazz. Við Georg, hinn 19 ára gamli Salzburgíski píanójazzhaus, ákváðum á 8000 kall ísl kr. á kjaft væri of lítið fyrir 4 klt gigg í bæ í tveggja tíma fjarlægð. En við ætlum að fara að taka upp 3, 4 laga demó og ég ætla dreyfa því hér á hótelin og reyna koma okkur að. Á næsta þriðjudag (morgun) er svo fyrsta opna jammsessíónið á jazzklúbbnum og ég ætla að athuga hvort þar sé einhver sem hugsanlega vantar bassleikara, svo að hér ætti að verða nóg að gera bráðum. Halldóra Björg byrjar á leikskólanum á morgun og það verður ábyggilega mjög skemmtilegt fyrir hana.... og okkur. Hún er komin með alveg nóg af okkur höldum við, með stanslausa stæla og vesen. Síðan kemur líka INTERNETIÐ bráðum á heimili okkar en engar tímasetningar eru gefnar, við erum hætt öllu slíku. Við erum bara farin að segja að við fáum það tengt soon, vonandi. En nóg í bili, kveðjur úr tjúttinu á Linzer a.k.a. The Club. Há-kallinn.