Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Sma fall back i plönum...

Jæja, það er víst allstadar eins með búslóðarflutninga. Ekki það að allt sé farið í hundana , eitthvað vanti eða allt sá ónýtt, þá er það bara ekki komið. Skipið komst heilt yfir hafið og það er vel, en það er stopp í RoTTTUUdam og menn þar á bæ neita að skipa því upp í bíl nema að undanskildum allskonar leiðinda skilyrðum. Til dæmis þarf ég að syngja Ave verum corpus og ég er ekki einu sinni söngvari og Harpa þarf að sauma sokka á alla í afgreiðslunni þar.... Sem þyðir að búslóðin sem við bjuggumst við að kæmi fljótlega eftir helgi kemur áreiðanlega ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, og jafnvel með óskilgreindum aukakostnaði.
Tölvusambandið er líka væntanlegt á sama tíma. Við héldum að við gætum farið að sörfa og símast í gær en allt kom fyrir ekki, intel-örgjöfinn okkar vildi ekkert með hinn þýska háhraða ráder hafa því hann var bæði sló og leiðinlegur. Þannig að við sóttum um nettengingu "again" og þurfum að bíða "again" í hálfan mánuð eftir sambandi. Látum vita hv? gengur. Hér er samt veðrið fínt, ég kominn í spilasamvinnu og H.Björg að byrja í leikskóla og Harpsíkord byrjuð að syngja, allir í gírnum. Og munið myndasíði fjölskyldunnar í Salzentown, http://homepage.mac.com/harpath Later og bis spaater. The fjölsk.