Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, febrúar 17, 2006

...

Nú er Bugðulækurinn seldur herrar mínir og frúr !!!

Já það verður varla aftur snúið eftir þetta og er för íbúa bugðulækjarins heitið í heimaborg Mozarts gamla, þó ekki fyrr en í haust. Við erum búin að ákveða það þrátt fyrir að ég sé ekki kominn inn í skólann en það kemur ekki í ljós fyrr en í sumar. Ef ég kemst ekki inn munum við samt sem áður koma okkur fyrir ...
Já það var ekki laust við að gærdagurinn hafi verið frekar skrítinn þar sem ljóst var að þokkalegar breytingar væru nú í vændum.
En gleði gleði gleði......

Er að fara að spila í kvöld og svo er hún Guðrún stórvinkona mín komin í heimsókn í borgina. Aldrei að vita nema maður kíki eitthvað....

Bið að heilsa

Harpan