Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, október 31, 2005

Huggulegt...

Ég vil byrja á því að þakka fyrir góða matskák í gær og jafnframt býð ég leiðinlega laganemann velkominn í bloggheim mömmunnar. Það er gaman að þessu...

Já fyrir þá sem ekki vita þá er matskák matarklúbbur sem samanstendur af 8 stórgóðum vinum. Við hittumst reglulega og borðum alveg ofboðslega góðan mat og leikum okkur saman. Síðasta skák var sem sagt í gær að Bugðulæk. Eins og alltaf í Matskák gerist eitthvað ýkja skemmtilegt.
Í gær var það að tveir meðlimir hópsins gerðust svo sniðugir að smella sér í búning. Þetta uppátæki vakti mikla lukku hjá fullorðnum meðlimum hópsins en yngsti meðlimurinn var ekki par hrifinn. Þegar dyrabjallan hryngdi hljóp Halldóra Björg að sjálfsögðu eins og venjulega til dyra, mjög spennt yfir því hver væri nú að koma. Þegar hurðin opnast stendur hún eins og freðin þangað til hún tekur á rás og gólar. Í dyrunum standa hvorki meira né minna en Bleiki Pardusinn og ógurlegt tröll. Undir þessum búningum leyndust engin önnur en Þorri og Árdís, að sjálfsögðu, en til að toppa hræðsluna hjá barninu sem er ekki mjög kjörkuð yfirleitt var Þorri, sem er um 2 metrar á hæð og röddin dýpri en ég veit ekki hvað, tröllkarlinn !!!
Þetta var mjög skemmtilegt en Halldóra Björg svaf upp í hjá foreldrum sínum um nóttina, wonder why???
Verð að láta myndina fylgja þó að hún sé vond :)

Harpan