Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, október 06, 2005

Sandkaka ???


Hvað er þetta með smábörn og sand???

Þegar litli snillingurinn, hún Halldóra Björg, kom heim með pabba sínum úr leikskólanum í gær leist mér ekki alveg á blikuna. Hún hafði greinilega tekið sandkökuleikinn einum of alvarlega. Hún hafði hámað í sig sandinn eins og henni einni er lagið. Það var sandur í munninum, báðar nasirnar fullar og eyrun líka. Svo rak hún bara út úr sér tunguna og gretti sig þegar ég spurði hana hvað væri eiginlega í munninum !!!
Dagurinn endaði svo með því að litla skinnið gubbaði út allt rúmið sitt í gærkveldi og var það að sjálfsögðu mest megnis sandur. Líkaminn vill auðvitað ekki svona óskunda!!!
Nú er unnið markvisst í því að kenna HB að það eigi EKKI að borða sand. Það verður forvitnilegt að fylgjast með framhaldinu.

Annars er Halli að spila jass á Nordica hótel í kvöld og það er ekki laust við að nett stress sé í gangi. Greyið, hann er alveg náfölur og skjálfandi yfir þessu, en hlakkar samt alveg
rosa mikið til :)
Það er alltaf erfitt að byrja eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Ég veit það nú sjálf eftir fyrsta skiptið á Skólabrú, ó já já. Hann á svo vonandi bara eftir að svífa heim á bleiku skýi í kvöld þegar þetta er búið. Karlinn, já hann er sko seigur !!!

Bið að heilsa í bili

Harpan