Smásaga...
Jæja þá er ég komin aftur heim í frostið (vá það er kalt maður :/) Búin að vera 5 daga í Amsterdam með Móðu og Höllu. Ferðin var frábær og við gengum og skoðuðuð Amsterdam ansi hreint vel, versluðum jólagjafir, sigldum, duttum nærri því ofan í sýki (mamma), borðuðum góðan mat og lentum í ýmsum ævintýrum...
Eitt ævintýrið sem við lentum í gerðist bara fyrsta daginn. Það var þannig að við bjuggum í mjög alþjóðlegu hverfi þar sem meðal annars er mjög frægur markaður með alls kyns varningi. Þegar við komum í íbúðina gátum við að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlausar og því drifum við okkur út að labba og skoða okkur um en abbbbaabaaabbb.... þegar við vorum komnar á mjög óþekktar slóðir ætlar Halla að taka upp kortið góða en vitið menn..... það varð eftir heima ! Við vorum villtar ! Vissum svo sem að íbúðin okkar væri einhversstaðar þarna þannig að það var ekkert í stöðunni nema að ganga bara eitthvað og reyna að finna út úr hlutunum. Við löbbum og löbbum, nei við könnumst ekki við neitt.... Við löbbum lengra og lengra og allt í einu hrópar Halla upp yfir sig og fölnar alveg í framan, röflar eitthvað um konu í glugga og ég veit ekki hvað og hvað....
Vitið menn, þarna vorum við komnar, saklausu mæðgurnar frá Hvammstanga, inn í mitt vændishverfi. Við hliðina á okkur þar sem við löbbuðum voru margir gluggar og í hverjum glugga voru konur á nærklæðunum, efnislitlum, að sýna sig og næla sér í viðskiptavini. Á meðan mamma og Halla gátu ekki hugsað sér að líta til hægri né vinstri, grét ég að sjálfsögðu úr hlátri yfir aðstæðunum sem við vorum komnar í. Sem betur fer var þetta bara smá horn og við vorum ekki með íbúð í rauða hverfinu. Þegar við vorum svo komnar heim veltumst við um af hlátri yfir þessu öllu saman. Við forðuðumst þessa götu svo eins og heitan eldinn...
Vændiskonur í Hollandi eru með eigið stéttarfélag og lífeyrissjóð... skemmtilegt það :)
Ég verð nú að viðurkenna að við fengum smá kúltúr sjokk þegar við komum á staðinn því að allt í kringum okkur voru líka Coffeshops og þar sem við bjuggum í innflytjendahverfi var soldið mikið rusl... Þetta lagaðist svo allt saman þegar við skoðuðum meir af borginni og komumst að því að þetta er prýðilegur staður.
Þetta var ekki einungis verslunar og gönguferð fyrir mig því að ég hitti kennara í Konservatoryinu í Amsterdam og tók einn tíma hjá honum. Það var alveg magnað og það besta var að hann var mjög ánægður með mig og ég fékk rosa gott feedback frá honum varðandi framhaldið :)
Þó að ferðin hafi verið hin allra besta er samt alltaf best að koma heim og hitta liðið sitt. Ég saknaði þeirra heil ósköp og það er svo gott að finna hvað maður er ríkur og hefur það gott !
Harpan
Eitt ævintýrið sem við lentum í gerðist bara fyrsta daginn. Það var þannig að við bjuggum í mjög alþjóðlegu hverfi þar sem meðal annars er mjög frægur markaður með alls kyns varningi. Þegar við komum í íbúðina gátum við að sjálfsögðu ekki setið aðgerðarlausar og því drifum við okkur út að labba og skoða okkur um en abbbbaabaaabbb.... þegar við vorum komnar á mjög óþekktar slóðir ætlar Halla að taka upp kortið góða en vitið menn..... það varð eftir heima ! Við vorum villtar ! Vissum svo sem að íbúðin okkar væri einhversstaðar þarna þannig að það var ekkert í stöðunni nema að ganga bara eitthvað og reyna að finna út úr hlutunum. Við löbbum og löbbum, nei við könnumst ekki við neitt.... Við löbbum lengra og lengra og allt í einu hrópar Halla upp yfir sig og fölnar alveg í framan, röflar eitthvað um konu í glugga og ég veit ekki hvað og hvað....
Vitið menn, þarna vorum við komnar, saklausu mæðgurnar frá Hvammstanga, inn í mitt vændishverfi. Við hliðina á okkur þar sem við löbbuðum voru margir gluggar og í hverjum glugga voru konur á nærklæðunum, efnislitlum, að sýna sig og næla sér í viðskiptavini. Á meðan mamma og Halla gátu ekki hugsað sér að líta til hægri né vinstri, grét ég að sjálfsögðu úr hlátri yfir aðstæðunum sem við vorum komnar í. Sem betur fer var þetta bara smá horn og við vorum ekki með íbúð í rauða hverfinu. Þegar við vorum svo komnar heim veltumst við um af hlátri yfir þessu öllu saman. Við forðuðumst þessa götu svo eins og heitan eldinn...
Vændiskonur í Hollandi eru með eigið stéttarfélag og lífeyrissjóð... skemmtilegt það :)
Ég verð nú að viðurkenna að við fengum smá kúltúr sjokk þegar við komum á staðinn því að allt í kringum okkur voru líka Coffeshops og þar sem við bjuggum í innflytjendahverfi var soldið mikið rusl... Þetta lagaðist svo allt saman þegar við skoðuðum meir af borginni og komumst að því að þetta er prýðilegur staður.
Þetta var ekki einungis verslunar og gönguferð fyrir mig því að ég hitti kennara í Konservatoryinu í Amsterdam og tók einn tíma hjá honum. Það var alveg magnað og það besta var að hann var mjög ánægður með mig og ég fékk rosa gott feedback frá honum varðandi framhaldið :)
Þó að ferðin hafi verið hin allra besta er samt alltaf best að koma heim og hitta liðið sitt. Ég saknaði þeirra heil ósköp og það er svo gott að finna hvað maður er ríkur og hefur það gott !
Harpan
<< Home