Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, október 14, 2005

Er þetta hægt.....

Þetta náttúrulega gengur ekki.
Það er að verða vika frá því að ég skrifaði síðast og ég hef í raun ekkert markvert að segja eða slúðra. Það fer reyndar að líða að hinni mögnuðu mæðgnaferð okkar mæðgna (mamma og ég) og systra. Við munum fljúga af landi brott á fimmtudagsmorgun og komum aftur þriðjudaginn 25. okt. Ég skal nú barasta hundur heita ef ég kem ekki með eitthvað krassandi úr þeirri ferð ;)
Annars gengur allt sinn vanagang hér í Bugðulæknum. Hallinn búinn að spila á Nordica og það gekk auðvitað bara alveg prýðilega hjá honum og svo verður einshljóðfærissinfoníuhljómsveitin Harpa á Skólabrú um helgina eins og vanalega.
Halldóra Björg er að vinna í þessu með sandinn og ég held að það gangi alveg ágætlega þrátt fyrir smá átköst við og við, já ég held að þetta sé allt að koma.
Það bætast líka við sífellt fleiri orð í orðaforðann og nýjustu og flottustu orðin eru APPELSÍNA og MELAÐI (meðalið). Þrátt fyrir þessar miklu framfarir í töluðu máli neitar hún að reyna við sitt eigið nafn og kallar sig ávallt Fú (þú).
Maður spyr "Hvað heitir þú?" HB svarar "Fú". Ég verð nú samt að segja að mér finnst þetta nokkuð gott hjá henni að vera ekkert að flækja málin... Það er samt verið að vinna í þessu...

Annars kveð ég í bili
Harpan