Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, febrúar 13, 2006

Nei hæææææ...

Langt síðan síðast... Já já já svona er þetta bara hjá mér. Ég er ekki mjög góð í þessum bloggheimi...
Hey, fréttir fréttir ! Nú er litla sæta íbúðin okkar í Bugðulæknum komin á sölu. Já já og sei sei, nú blasir raunveruleikinn við og við stefnum ótrauð í fuglaflensuna í Evrópu. Ég er komin með góða kontakta í Salzburg og Berlín svo að nú er bara að fara sjarma þetta lið upp úr skónum :)

Halldóra Björg er ávallt hress og að stækka. Nýjustu fréttirnar hjá henni eru að hún skilaði snuddunum sínum í Húsdýragarðinn um helgina og gaf kálfunum þær... mjög tilfinningarrík stund það skal ég segja ykkur. Hún stendur sig með stakri prýði stúlkan og er fullkomlega meðvituð um það núna að kálfarnir eru að sjúga snudduna en ekki hún :)

Halli er alltaf að mála, spila, syngja solfes og læra og er að sjálfsögðu ávallt hress. Það er ekki annað hægt en að vera svolítið hressari núna þegar farið er að birta, þetta var alveg orðið full mikið af því góða...

Ég er byrjuð að spila aftur á Skólabrú og svo stefni ég ótrauð á 8. stigið mitt í söngnum en það er bara í byrjun apríl. Þetta er enginn tími, maður verður orðinn fimmtugur áður en maður veit af... oh sei sei...

Verð að fara að sýna fínu íbúðina mína :)

Heyrumst

Harpan