Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Rigning, Sol meiri rigning og svo sol





já hér er ýmist rigning, já þá erum við að tala um eina allsherjar rigningu eða myljandi sól. Við erum samt sem áður vön rigningunni en sólin er annað mál. Hún getur verið svo sterk að við bláu íslendingarnir erum í stór hættu. Þá þýðir ekkert annað er að lotiona liðið með heimsins mestu vörn...
Annars er lífið alveg ágætt hér. Ég er búin að hitta kennarann minn og taka smá tíma og stefni á inntökuprófið í lok septembermánaðar. Það kemur bara í ljós hvort ég komist inn, ekkert mjög líklegt en ég hef engu að tapa því að ég er þó komin inn hjá mjög góðum kennara. Halli er kominn með tímabundna vinnu hjá Íslendingum sem reka skíðahótel klukkutíma frá Salz. Þau eru að laga til á hótelinu og Halli ætlar að mála hjá þeim í hálfan mánuð, þrjár vikur. Það kemur sér mjög vel fyrir okkur þar sem ekki hefur verið mikil innkoma upp á síðkastið. Við skoðuðum líka tvo leikskóla sem eru í grennd við verðandi heimili okkar og okkur leist mjög vel á þá. HBH var mjög ánægð með að hitta aðra krakka, enda orðin hundleið á foreldrum sínum. Það kemur í ljós í byrjun Sept. hvort hún komist inn, við vonum það alveg innilega...
Við melduðum okkur inn í landið núna áðan og þá erum við tilbúin í að stofna allt mögulegt hér í borg s.s. bankareikning, netsamband og ég veit ekki hvað og hvað. Við erum einu skrefi nær þó að það séu mörg eftir :) Dótið okkar er ekki farið af stað frá Íslandi og við vonum bara að það verði ekki eitthvað vesen, það þarf að fara af stað á morgun en einhverra hluta vegna reynist mjög erfitt að ná í þjónustufullrtúann okkar hjá Samskipum.... kannski er hún að leita að dótinu okkar...
Læt tvær sætar myndir af stelpunni okkar fylgja þessum pósti

Annars bara bless í bili

Harpan