alltaf að blogga.
Hæ, Halli hér að pósta blogg frá Salzentown. Erum núna við lánstölvu í láns-ráder í lánaðri íbúð. Bara gátum ekki beðið lengur. Hér er allt í góðu, hitinn aðeins að lækka og aðeins tekið að rigna öðru hvoru, en það er bara næs. Íbúðaleitin er að komast á skrið núna og verður farin á fullt um helgina. Nær samt hámarki þegar herrr Grrrrúber kemur til vinnu á mánudaginn en hann er fasteignamiðlari sem ætlar að vinna fyrir okkur. Ég segi ekki annað en íbúðin verður að vera alveg meiriháttar fín því að nýji bassinn sem er annars töluvert kominn til ára sinna fer ekki inn í neina holu. Við félagarnir Þ.e. bassinn og ég ætlum að heyra í kennurum í dag og einum blásara og sjá hvort við getum ekki farið að gera eitthvað. Við familían kíktum, tvo daga í röð í sveitasældina sunnan af Salzburg, til smábæar sem heitir Oberalm en hann liggur undir hömrum háum, skíðabrekku og eldgamalli kirkju. við tókum okkur rölt í sólinni og keyptum bassann. Sóttum hann síðan daginn eftir. Harpa ætlar að hitta Mörthu, kennarann sinn, aðeins áður en hún fer til Ameríku svo hún hafi eitthvað að hugsa um og jafnvel vinna að áður en hasarinn byrjar í haust. Halldóra Björg tekur þessu öllu með mikilli ró og er afar stillt og góð þó svo hún sofi stundum illa en þá er það örugglega bara vegna hitans úti. Hún hefur líka hitt marga nýja vini. Hinn 6 ára Gabríel son annars nemanda Mörthu og Háhyrninginn Halla og Hvolpinn Bjart en þeir búa báðir heima hjá okkur. Bestu kveðjur HHH.
<< Home