Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, apríl 14, 2006

Nei haaaaalllóóó....

hey, betra seint en ekkert.... Ég veit að ég er alveg grautfúll bloggari :(
Það hefur nú margt gerst síðan síðast. Ég kláraði 8. stigið mitt í söngnum um daginn, allt á fullu í æfingum fyrir óperuna Mærþöll sem verður frumsýnd 22. apríl og Halldóra Björg með hlaupabólu.
Það styttist líka óðum í það að við tilvonandi hjónakorn smellum okkur í fæðinarborg Mozarts gamla. Við förum 30. apríl og komum aftur 5. maí. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta lítur svo út allt saman. Ég ætla að hitta tilvonandi kennara minn og svo munum við skoða hvern krók og hvern kima á borginni, bitte schön!
Það er nú barasta allt að gerast í sumar hjá fjölskyldunni sem er búin að selja Bugðulækinn. Fyrst eru það nú tónleikarnir sem ég ætla að halda í Laugarneskirkju sunnudaginn 14. maí kl. 16. Það verða tónleikar í tilefni 8. stigsins og bara vegna einskærrar gleði. Allir mega koma :) Þegar það er búið ætlum við Hallinn minn að gifta okkur á Hvammstanga. Sú framkvæmd verður þann 1. júlí. Rétt fyrir brúðkaupið verð ég reyndar í Salzburg að þreyta inntökupróf inn í Mozarteum, kem samt heim daginn áður svo að þetta sleppur alveg ;) Gaman aðissu... Eftir brúðkaupið verður svo stórafmæli hjá honum föður mínum sem verður 60 ára og svo erum við bara flutt til útlanda, Ja hérna hér.

Svona í lokin verð ég að mæla með CD sem Hallinn minn gaf mér um daginn.
Söngkonan Lizz Wright og diskurinn heitir Dreaming Wide Awake, alger gullmoli!!!

síja

Harpan