Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, september 09, 2006

Yndichlegt...


Já það er gott hjá manni að vera með yfirlýsingar um hitt og þetta eins og t.d. bara eitt hotspot kaffihús í Salzburg!!!
Haldiði að við höfum ekki bara fundið eitt alveg við hliðina á okkar yndislegu íbúð í okkar yndislegu götu ! Nei það var ekki svo augljóst þar sem þessi staður er inn í mjög huggulegu, ja hvað á maður að segja, torgi einhverskonar, mjög gamalt og svo gengur maður fram hjá nunnuklaustri til að komast þangað :) Við komumst úr bakgarðinum hjá okkur !!!
Já er lífið ekki yndichlegt. Ég fékk meira að segja flögur og brauðstöng með hvítvínsglasinu mínu... Það er gott að fá sér hvítvínsglas í Salzburg :)
Þó að dótið sé ekki komið til síns heima þá er lífið hér orðið ansi normalt og gott. Við fórum í IKEA í gær og keyptum fataskáp á 4000 kr. Hann er alveg ágætur en dugar sennilega ekki í mörg ár :) Það sem var fyndið við þessa ferð var að við erum að sjálfsögðu ekki með bíl og ferðumst þar af leiðandi með strætó, sem er mjög góður ferðamáti. Við vorum þrjú í IKEA og þar af einn meðlimur ekki mjög virkur í flutningum. Skápurinn var sjúklega þungur og ekki bara einn kassi heldur tveir.... Þetta drusluðumst við með auk þess að vera með kerruna og poka, í strætó niður í bæ og svo var einn kassinn ferjaður í kerrunni upp Linzergasse á meðan við HBH biðum og pössuðum hinn kassann. Þetta var ansi skrautlegt en hafðist að lokum og ánægjan með það þeim mun meiri. Nú búum við ekki lengur í ferðatöskum, húrra fyrir því!!!
Maður verður nú aðeins að tala um veðrið þar sem ég er mjög góð í því. Það er orðið aðeins svalara núna heldur en hefur verið undanfarið og ég segi líka húrra fyrir því, það er samt alveg langt frá því að vera kalt.
Annað sem er nauðsynlegt fyrir fólk að vita. Eins og ég hef sagt áður búum við í húsi frá fimmtándu öld sem er ekki frásögu færandi, samt jú... Þetta er algerlega hljóðeinangrað hús. Halli hefur oft komið inn og verið úti þegar ég hef verið að æfa mig og ekkert heyrist, bara smá tíst... ég vona samt að ég komi meir út úr mér en það... Allavega þá var partý á hæðinni fyrir ofan okkur í gær og vitiði hvernig ég komst að því??? MEÐ ÞVÍ AÐ OPNA GLUGGANN !!! Svona eiga íbúðir að vera. Fólk mátti ekki prumpa á hæðinni fyrir ofan okkur í Bugðulæknum okkar ástkæra án þess að við heyrðum það... já það er gaman aðissu.
Bið að heilsa

Harpan