Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, september 07, 2006

Bara sol...

Hæe

Nú sit ég á eina kaffihúsinu í Salz sem er með internetsamband, gaman að því... Lýsir borginni okkar í hnotskurn... Það tekur allt töluverðan tíma hér og það kostar mikinn tíma og þolinmæði að fá hina ýmsu hluti s.s. internet, búslóð ofl. Ég segi það ekki, þetta kúplar mann bara aðeins niður og maður verður bara að læra að taka lífinu með ró. Komandi frá Íslandi þar sem allt þarf helst að gerast í gær þá er þetta töluverð breyting...
Við fáum vonandi internetið í næstu viku, búslóðina í næstu viku, leikskólapláss í næstu viku, vinnu fyrir Halla í næstu viku... ó mæ gad, næsta vika verður kannski ekki svo róleg :( Það er samt fyndið að allt sem við höfum beðið eftir gerist ALLT Á SAMA TÍMA ! Já já gaman að þessu.
Hér er alltaf sól núna og sjúklegur hiti, þannig hiti að maður er alltaf slímugur. Já ég veit að þetta hljómar ekki vel en svona er þetta bara. HBH fékk sólhatt í dag, já í dag 7. sept. Hún var mjög ánægð með hann og sagði að sér fyndist gott að fá svona hatt. Hún sagði mér líka áðan að hún byggi í Englandi!!!
Það verður gott þegar ég byrja í skólanum og rútínan fer í gang en það styttist óðum. Inntökuprófið er 27, sept og ég mun mæta galvösk í það, þrátt fyrir að ekki séu miklir möguleikar þar á ferð, kemur í ljós kemur í ljós...

Svona er nú það....

Harpan