Hæ,hæ nu er að verða kalt...
Jebb nú er að kólna hjá okkur heldur betur. Við fórum út í morgun eins og vanalega, röltum í leikskólann öll saman, sæmilega klædd. En uhh nohh, ekki nóg, ekki nóg, ekki nóg, eyrun blánuðu, kinnarnar roðnuðu og nefið tók líka lit, brrr... Skugginn af fjallinu sem við búum við hjálpaði heldur ekki upp á hitastigið. í þau skipti sem við gengum gegnum sólargeislana fundum við hvernig hrímið af kinnum bráðnaði og lak niður hálsmálið, kalt og óþægilegt, alveg niður á maga. Þegar við komum heim var hellt upp á kaffi og jakkinn settur í skúffuna og úlpan tekinn upp. Húfan fundin og komið haganlega fyrir í efstu skúffunni í forstofu komóðunni. Já það er kominn vetur. Þeir segja það að snjórinn komi víst um miðjan Nóvember og veturinn nái hámarki í Janúar, febrúar þá verður allveg ægilega kalt. Kannski ég verði að véla einhvern til að græja fyrir mig hnepptan íslenskan ullara í jóla gjöf, þessi flís fatnaður segir ekkert hér. Við erum nú í miðjum undibúningi fyrir fyrsta partýið okkar sem fjölskyldu. Það á að vera innflutningspartý á laugardagskvöldið og eitthvað í gogginn. Við erum að smíða snittu/pinnamat á hlaðborð sem verður bara í stofunni. Þetta verður eitthvað um 15-20 manns og megnið burtfluttir íslendingar, svo fjörið gæti orðið nokkurt. Nánari fréttir af því seinna. Jæja, vettlingar á hendurnar, húfa á skallann og úlpan um kroppinn því við erum að fara út.
Sííí ja.
Sííí ja.
<< Home