Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, september 25, 2006

VIÐ ERUM KOMIN MEÐ NETIÐ HEIM TIL OKKAR, LOKSINS VEI VEI VEI...

Já það hlaut að koma að því. Nú er netið komið en það var ekki þrautalaust ó nei. Frá því á föstudag hef ég verið að reyna að koma þessu blessaða kerfi í gang en ekkert gekk þar til í dag og ég var í beinu sambandi við höfuðstöðvarnar í Graz í allan morgun. Ætlaði að vera mjög dugleg að æfa mig á þeim tíma en nei nei, þetta tekur bara allt svo HRIKALEGA LANGAN TÍÍÍÍMA....
Ég er orðin mjög kát núna og sit hér í rólegheitum heima hjá mér með tölvuna mína, það er huggó :) Halli kemur heim úr sveitinni á morgun og við mæðgur hlökkum mikið til þess. Við fórum þó í heimsókn til hans á sunnudaginn og það var ansi magnað. Við fórum upp í fjall, 2000 metra hæð í skíðakláf og vorum þar í alveg hreint mögnuðu útsýni. Það verður frábært að fara á skíði þarna í vetur. Við munum líka halda tónleika um jólin á hótelinu sem Halli er að vinna á. Þá koma 35 íslendingar og verður sennilega glimrandi stemning. Þá notum við að sjálfsögðu tækifærið og skíðum niður fjallið :)
Halldóra Björg er hin brattasta á leikskólanum og er farin að segja bitte og danke schön. Annars talar hún bara heilmikið á íslensku við blessuð börnin og þau virðast skilja hvert annað mjög vel, allvega segir fóstran það...
Inntökuprófið er á miðvikudaginn og er það vel. Ég er samt orðin nett kv...át yfir þessu öllu saman og það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer. Ég veit um eina stelpu sem er að fara í próf og hún heitir Abba og var með mér í Tónó, já já já mjög spennandi........
Ég er að útbúa nýja mynda og heimasíðu sem ég mun upplýsa fólk um hér síðar.
Annars bið ég að heilsa í bili

Harpan