Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, september 26, 2006

Ahh... kominn heim..

Vei, vei gaman að vera kominn heim til Salzburgar. Var á skíðahótelinu í meiriháttar yfirlæti og frábærri náttúru. Ég var aðeins að reyna að hafa salt í grautinn fyrir okkur en það var eiginlega erfitt því vertinn/vinnuveitandinn var svo æstur í að sýna mér náttúruna, skrýtna menn og mannlífið að ég gat varla haldið vel áfram. Á fyrsta degi unnum við smá og fórum út að borða, yndislega hjartarsteik mit alles. Alger unaður í matseld. Síðan var unnið aðeins meira daginn eftir og farið í bakaríið. Þar tók vertinn upp harmónikku, rétti mér gítar og vinnuveitanda mínum skeiðar (sem er slagverksleikari) og taldi í. Eftir um klt spilamennsku í austurískri þjóllatónlist vorum við ráðnir í spilamennsku á sveitasetri hans daginn eftir við veisluhöld. En það skal tekið fram að allt þetta fer fram un miðjan dag. Daginn eftir unnum við pínu og fórum síðan lengst upp í fjöll eftir erfiðum sveitavegi milli hárra fjalla með sneril bursta og gítar. Þar var mikið spilað, drukkið bjór og leikið sér. Síðan unnið. Daginn eftir var bara meiri sveitarómans leikur og læti. Ég reyndi að vinna eins og ég gat á milli skemmtiatriða og gekk það vel. Þau vilja allavega að ég komi aftur eftir um tvær vikur. Við kíktum líka í skottúr upp til Opertauern þar sem mitt fólk hefur skíðað áður og er að fara í vetur aftur. Það var gaman að' koma á þennan stað svona um sumar því við familian í Linzegötu ætlum að hitta mömmu og pabba þar í mars og taka skíðin með okkur. Það verður æðislegt því svæðið er hrikaleg flott. Eitt í lokin... Ég hef oft verið talinn maður víns og bjóra og líkað það vel en fyrr má nú aldeilis fyrr vera, kræst ó mætí!!! Gaurarnir þarna eru allir með drykkjugigt sem er þarna eins og að fá kvef, ekkert mál og fólkið veit ekki einu sinni hvað meðferð er. Flestir menn á svæðinu byrja morguninn á bjór og eru jafnvel búnir með 5 um hádegi, síðan er bara haldið áfram og allir keyra og þetta er í vinnunni. 10 bjórar á dag er stelpu magn, 15 stráka og 20 karla. Þetta var mjög gaman allt saman en fljótt yrði ég dauður á svona stað. En nú er ég kominn heim til stelpnanna og siðmenningarinnar hér í Salz og finnst það gott. Netið komið heim og allir kátir, bestu kveðjur Halli.