Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, september 28, 2006

Nei gekk ekki...

Það er víst bara svona. Ég vissi þetta svo sem en það hefði verið asnalegt að reyna ekki. Abba komst áfram en ég veit ekki hvort hún er komin inn, kemur síðar í ljós. Það var fínn skóli fyrir mig að fara í gegnum þetta því að ég er ekki sterkust í sjálfsöryggi eða svona álagi. Auðvitað þarf maður bara að læra á þetta og læra endalaust meira og meira...
Nú erum við bara á sama stað og þegar við komum þegar ég hélt að ég gæti ekki farið í þetta inntökupróf.
Allavega, nú eru Erla og Guðmundur búin að boða komu sína hingað 6. nóvember n.k. og verða til 12. nóv. Það verður voða gaman og hlökkum við mikið til. Skólinn byrjar nú í byrjun okt. og þá þýðir ekkert annað er að setja sig í gírinn. Það styttist líka óðum í spilagiggið okkar Halla sem er 14. okt og um það leyti förm við kannski líka til Ítalíu til móts við Höllu og Baldur sem verða þar í vinnuferð. Já já það er nóg að gera. Halldóra Björg er alltaf að bæta við orðaforðann og er farin að telja upp að 10 og þakkar alveg einstaklega vel fyrir sig :) Halli er farinn á fullt í atvinnuleit en mun líka fara tvær vinnuferðir í viðbót upp í sveitina á skíðahótelið.
Annars er alveg einstaklega huggulegt hérna hjá okkur í íbúðinni og okkur líður rosalega vel hérna. Ég vil benda á myndasíðu og annað blogg á slóðinni http://web.mac.com/harpath
Við erum hætt að nota hina myndasíðuna af því að hún var ómöguleg...

Bless í bili

Harpan