Jiiihuu... það er gaman nuna
Jebb, fékk mér hjól í dag, hér er ómólegt að vera ekki á hjóli. Ástæðan fyrir því að ég lét líða svona langan tíma frá því ég kom og ég keypti hjól, er ekki af því ég var með lánshjól hjá Kjartani höfðingja Vídó, heldur önnur meiri og stærri. Hér fer örtutt skýring fram á því. Að sjálfsögðu létum við það verða okkar fyrsta verk að kíkja í reiðhjóla verslun í hinni margrómuðu og yfirkynntu verslunarmiðstöð Europark um leið og við komum. Hér eru menn ekki að láta sjá sig á afdönkuðum eldgömlum lánshjólum frá kjartani Vído heldur verða menn að EIGA það besta. Við skoðuðum í sameiningu og vorum að leyta að hjóli á um það bil 20.000, ekki of mikið bara flott nýtt hjól hugsuðum við. Síðan skoðuðum við saman. Hér versla menn í evrum. Hvernig er nú aftur reiknað, er það ekki circa 200,00 evrur? jú, en hér er líka alltaf góð tilboð eins og 199,99 evrur og flest hjólin voru eitthvað um það. Við skoðuðum lengur... Síðan fundum við fákinn !! Hann er hér, þetta er hjólið, er það ekki Harpa?... Jebb frábært hjól, tölum við einhvern mann... Hér tala allir þýsku,... ekki við. Uh,, hello,.. grús gott,... guten tag,... haben sie ein,.. Ich veis nicht vordan man siger,... English comprende?,.. Við reyndum að tala ensk,dansk,þýskíslensku og gekk ágætlega. Við skildum á honum að þetta væri besta hjólið í búðinni... góður sölumaður þetta... En allt leit vel út, gírarnir inní felgunni og engir bremsu vírar, bara glussar... annað hvort hellvíti flott eða þýskarinn vissi ekkert um hjól. Hann sagði mér jafnframt að þetta væri mjög gott í sportið, heimsmeistarakeppnin að nálgast og svoleiðis... Ég sagði honum að ég væri nú ekki mikið fyrir íþróttir, heldur ætlaði ég nú bara að hjóla í búðina og eitthvað annað smá. Hann leit á mig... Hann sagði jafnframt að það væri sérstaklega létt fyrir svona hjól aðeins 8 kíló, ég hugsaði að ég gæti þá keypt allveg rosalega mikið inn fyrir heimilið á þess að finna fyrir nokkurri þyngd á leiðinni. Svaka góður sölumaður... Hann leyfði mér að prófa. Harpa horfði stolt á manninn sinn æða um búðina á fleygiferð á fisléttu hjólinu að þykjast vera með innkaupapoka. "Þvílík snilld maður !! ég skal alltaf fara í búðina og kaupa inn, þetta er besta hjólið í heiminum" "Wollen sie ein hat gehaben, mit die hjul und kannske grifflur gehaben?" Sagði hann rogginn af tilvonandi sölu mánaðarins... Rétt áður en Visakortinu átti að fara að renna fimlega í þétta rauf afgreiðslukassans, fór ég að hugsa... Hmm.. þetta er kannski besta hjólið í búðinni... þetta er kannski ekki meira en 8 kílo... hm af hverju er komma eftir tölustafnum einn í byrjun verðmiðans... hm.. skrítið ... Af hverju er sölumaðurinn svona ofboðslega glaður... er hann að fara í frí? Harpa?... Er þetta ekki rétt reiknað hjá okkur eða er þetta 1,999,99 evrur, er það ekki næstum 2000 evrur er það ekki almost 200 ús kall !!!! HJÁLP !! VIÐ ERUM FÁVITAR !! STÖÐVIÐ SÖLUNA !! EIÐILEGGIÐ SÖLU MÁNAÐARINS OG EIÐILEGGJUM GÓÐASKAP SANNSÖGLA, HEIÐARLEGA SÖLUMANNSSINS ! RENNIÐ EKKI KORTINU !!! Eftir útskýringar á gjaldeyris reikningsmistökum, afsökunarbeiðna orðaflaum og eldrauð andlit, fórum við út, með ekkert hjól, ónýtan dag, enga sölu, engin kaup og svekkelsi. En mest af öllu með ævarandi skömm í hjarta fyrir glaða og yfirspennta sölumannsgreyinu. Því ákváðum við það að fara ekki þarna inn fyrr en við sæjum að hann væri ekki að vinna. Og það var í fyrsta skipti í gær... Kannski var hann rekinn fyrir að klúðra sölu mánaðarins og fékk mánuð til að klára uppsagnarfrestinn, það var mánuður síðan þetta gerðist í gær... Fyrirgefðu, sölumannsgrey, Unsuldigund verkaufenmann armer. Jæja, má ekki vera að meira blaðri, erum að fara í afmæli hjá Lilju, dóttur Rósu upp í sveit, ég er að pæla að hjóla.. Bæbb.
<< Home