Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, október 09, 2006

Partyið buið og Italia a föstudaginn !!

Jebb, við héldum rosalega skemmtilegt partý á laugardaginn með mat, víni og skemmtiatriðum. Buðum hingað í litlu íbúðina okkar öllum sem við þekkjum hér ásamt einum sem við þekktum ekki og góðum vinum okkar í Bandaríkjunum,
La Jolla (La hojjja) San Diego,California. Það mættu ekki allir en jú ess ei-ingarnir létu sjá sig og voru þau afdráttarlaust þau sem komu lengst að. Takk fyrir það. Kvöldið byrjaði á smáréttum ýmsum sem við Harpa hnoðuðum saman fyrir veisluna, s.s. ítalskt tapenade, bólivískt empanada, kan kan pönnukökur og grænmetissnakk með ídýfum. Og fljótlega kom fyrsta skemmtiatriðið. Hann mætti, óþekkti maðurinn og heilsaði öllum, fékk sér sæti og hafði það gott, eins og aðrir gestir. Við höldum að hann hafi kannski mætt þarna fyrir örlítinn misskilning. Haldið að hann væri að fara í eitthvað mega unglingapartý, með landa og berum brjóstum en svo var ekki. Börnin byrjuðu með skipulagða skemmtidagskrá. Veit ekki hvað hann hugsaði þá. (Er ég fastur í the twilight zone eða er þetta árshátið íslandsdeildar leiksóla Salzburgarstadt.) En það var skemmtilegt og síðan duttu inn fleiri góð atriði. Hópsöngur með langskólagengnum klassískumgítarleikara, næstum einsöngur vestmanneyíska gullreiðar eigandans í slagaranum Minning um mann og undirleikur/söngur húsfrúarinnar í Nínu með Eyva og Stebba. Eftir smá tima voru ameríkanarnir búnir að hafa sig til og stimpluðu sig inn, fengu sér rölt um íbúðina og töluðu við fólk, fengu sér svo sæti út í horni og logguðu sig út eftir svolitla stund. Mér skilst að þau hafi farið í búðina... Eftir hópsönginn leystist partýið upp í jazztónleika. Einn gesturinn, prófessor við jazzdeild tónlistarháskólans Mozarteum, er píanisti og hress kall. Einhver hafði spurt hann hvort hann vildi spila eitthvað og hann var alveg til. Ég að sjálfsögðu lét ekki segja mér það tvisvar. Náði í bassann og bandið var fullskipað. Negldum saman í nokkra standarda og skemmtum okkur mjög vel. Nú fór stuðið aðeins að minnka og fólk fór að tínast heim, en eftir sat veislustjórinn og kona hans, Martha söngprófessor og við. Partýið kláraðist um kl. 4, þá voru sumir orðnir ansi þreyttir og aðrir orðnir töluvert mjúkir í mótunum svo ljósin voru slökkt. Daginn eftir, var vaskað upp í hvelli, farið út í pizzu og ís og farið í heillangann hjólarúnt um margar helstu mynjar Salzburgar. (Helstu tökustaði myndarinnar Sound of Music) Síðan var þeirri mynd reddað og frábærri helgi lokað með henni. Nú er byrjuð ný vika, H.B. farin í leikskólann og ég á leiðinni út í sveit að hitta mann. Á föstudaginn ætlum við svo að hitta Baldur og Höllu systur á ítalíu eða við landamærin einhverstaðar. Það verðuir skemmtileg ferð, en við þurfum að leigja bíl... hræðist það svoldið því okkar fyrra bílaleigumáli er enn ólokið, vonumst til að það taki enda í vikunni. Síðan er það gigg á hóteli í Zell am see, skíðaparadísinni á laugardaginn næsta.
Bestu kv. Há-karlinn.