nu fljuga fuglar...
Jebb. Það hlaut að koma að því, landaði vinnu hjá málara sem vill að ég byrji strax. Hann vildi að ég kæmi með sér til Sviss að vinna í eina viku á mánudaginn. En ég er að fara til fjalla að halda áfram með mitt verk á mán og kem ekki fyrr en á föstudag, þá ætla ég að taka til hendinna og aðstða vin minn hér, Gullreiðareigandann Kjartan, að brasa í íbúðinni sinni. Síðan byrjar fjörið. Ég veit ekkert hvort ég verð í Austuríki eða annarsstaðar að mála, það er soldið spennó. Mér leist vel á hann og verkefnin sem hann var að vinnia við. Hitti nokkra verðandi samverkamanna minna og það var fínt, þó litagleðin sé undarlega öfgafull, þá held ég að það muni bara gera starfið skemmtilegra. Harpa landaði plötubúðargigginu og það kemur til með að hjálpa okkur líka mikið og er ábyggilega mjög skemmtilegur vinnustaður. Sjáumst Bæ. Halli.
<< Home