Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, október 11, 2006

Dagurinn sem allt gerðist

Jebb, það gerðist margt í dag. Ég fór á fætur í dag og dröslaðist út í ískulda, á hjólinu í leikskólann og aftur heim, athugaði með póst, ekkert, og nöldraði eitthvað. Harpa fór að æfa sig. Hún fór í tíma og ég reyndi að koma upp minni eigin ´myspace´ síðu á netinu (maður er orðinn ROSAlegur á tölvurnar) en tókst ekki eða illa held ég, á eftir að athuga. Síðan hugsaði ég minn gang og ákvað að fara út og fá mér vinnu. Fór í plötubúðina, þar sem gamla konan vinnur og allt kostar tvöþúsund kall, og skoðaði plötur. Þar ætlaði eigandi búðarinnar að koma mér í samband við málara sem hefur unnið oft fyrir hana og hún sagði mér að hann væri bæði vandvirkur og hinn besti kall. En það var brjálað að gera svo ég skoðaði bara plötur á meðan. Búðin bíður einmitt líka snobb vín til sölu, þ.e svona vín í dýrari kantinum svo maður getur sötrað meðan maður hlustar á Mahler í andakt og draumi... (voða menningarleg, skemmtileg og DÝR búð) Ég hugsaði hvort ég ætti ekki bara að vinna hér... pæla í tónlist og sötra rauðvín allann daginn milli þess sem ég læri hástéttar þýsku og virðulega framkomu. Neh... its not me... ég vill bara mála.... jæja ég var búinn að bíða nógu lengi svo ég hvarf á braut. Hástéttar salzburgísku rauðvínslepjararnir tróðu mig næstum niður svo ég ákvað að koma aftur seinna. (Kannski töpuð orusta en sjáum til...) Ég ákvað að heimsækja minn helsta bandamann í baráttunni gegn óvinveittu Austuríki, ég fór að hitta löfræðinginn okkar ! Ég hjólaði reiður og ég hjólaði hratt, snarbremsaði svo fyrir utan bygginguna, stoppaði örskotstund og horfði upp eftir gluggunum á fram hliðinni. (Eins og í bíómyndunum) Í þessu húsi er ég sigurvegarinn og héðan fer ég aldrei boginn. Ég fór til að fá fréttir af máli okkar gegn hinu svikula og sístelandi fyrirtæki DENZELDRIVE (munið nafnið),.... en enginn var við. Ég fór þaðan boginn og beygður... hjólaði hægt heim og hugsaði... hvað er ég að gera hér í þessum heimi? Kom heim til Hörpunnar minnar og var ekki í góðu skapi, við borðuðum þar saman í þögn. Ekki góður dagur. Við ákváðum síðan að fara aftur í plötubúðina til þess að hressa upp á sambandið. Þegar þangað var komið voru allir kúnnarnir farnir heim að drekka og hlusta á Shostokovich og Mahler... báða í einu... blindfullir og búnir með allt fína vínið úr búðinni og komnir í heimabruggið. Við vorum ein ásamt eigandanum. Þú þarna, komst þú ekki til að panta klassíska-dúetta diskinn, kaupa Renee og sækja um vinnu?... Uhh ja das ist ich, aber... (lausleg þýðing á því sem fram fór) Heyrðu nú tek ég niður pöntunina, koddu á morgun fyrir Renee diskinn og ég skal hryngja í Ernst málara... Heyrðu hann vill ráða þig en í staðinn fyrir greiðann verður þú að vinna fyrir mig hér þegar þú átt lausa stund, kannski einn og einn laugardag eða fylla upp í vikuna þá daga sem þú getur ekki unnið vegna veðurs. Jamm og hann vill hitta þig á morgun klukkan níju ! Hér í búðinni ! MÆTTU TÍMANLEGA ! Jebb, tvær vinnur og í fýlu minni lofaði ég mér upp í fjöll að vinna eftir helgi ! Það er allt orðið brjálað að gera en ég veit ekki hvenær ég byrja, en ég er ráðinn. Komum heim og sambandið umvafið rósrauðum bjarma, sem átti síðan eftir að verða töluvert meiri. Um kvöldmatarleytið við niðurskurð á pizzagrænmeti skar ég mig í baugfingur vinstri handar og blóðið skvettist um eldhúsið þegar ég hristi hendina í sársaukakrampa,... djö, hellv og hellvítis hellv... hljóp inn á bað og málaði leiðina blóði, þá gerðist það,.. gamli góði sviminn,... sviminn á undan öllum venjulegum yfirliðum,... Hapa .. þa e a lið i mi.... áður en ég sofnaði, lagði ég nærri máttlausan stæltan líkamann á baðherbergis gólfið. Kaldar flísarnar struku bak mitt eins og ískaldur hnífur í frysthúsi,... hver er þar... ég heyri einhver hljóð.... ... þetta er bara ég, Harpa, viltu kalt á ennið,... já elskan. Það leið nærri yfir mig mig... já elskan, ég veit... ég elska þig... jé tökum mynd og bloggaðu um þetta, þú segir svo skemmtilega frá, ég skal gera pitzuna... ég .... elska þig Harpa... ég elska þig líka Halli (tí,hí,hí,hí,) leggðu þig bara.... en bloggaðu svo þegar þú hefur náð þér....


Jebb, þetta gerðist allt í dag. Ég fékk tvær vinnur, pitzu í matinn, Harpa sagðist elska mig og hjúkraði mér á köldu baðherbergis gólfinu og ég skar mig í fingurinn... Hvað ætli gerist á morgun....