Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, október 29, 2006

SLAYER ! SLAYER ! SLAYER !

Já þessi helgi var sú rosalegasta í afar langan tíma. Strákarnir frá Danmörku komu galvaskir á föstudag og við hittumst í Munchen, röltum um og fundum ýmislegt skemmtilegt. Gummi og ég áttum miða á tónleika kvöldsins en Óli greyið ekki, því ætluðum við að redda seinna. Við fundum hótelið og fórum í bæinn til að kaupa tónleika skó og sokka. Í einhverri verslunarmiðstöð fundum við þjóðlagatríó Bæjaralands og hlustuðum á þá, mikið stuð. Síðan keyptum við skó og hlustuðum á gráhærðan blindfullann píanista sem spilaði á handónýtt píanó út á götu, fullt af sígarettum og með brotna hamra, hann var vondur. Síðan fundum við hið heimsfræga veiði og fiskasafn Þýskalands, ábyggilega ríkisstyrkt því það kostaði ekkert inn, en það var samt eitthvað skrítið við þetta merkilega safn því það var eitthvað lítið inn í því. Við sáum enga fiska og enga spúna og fórum út, ömurlegt. Chilluðum í bænum aðeins meira og fórum og fundum tónleikastaðinn, Zenith, í úthverfi Munchen. Reyndum að redda miða fyrir Óla en ekkert gekk, hann fór heim á hótelið og fékk sér kanínu með öllu og chillaði, átti ágætt kvöld að mér skilst. En við hins vegar áttum miða. Sjitt, er við gengum inn í tónleika höllina fundum við okkur á mjög svo kunnulegum stað. Ekki það að við höfðum komið þangað áður heldur höfðum við báðir oft séð tónleika með öllum okkar uppáhaldshljómsveitum á einmitt svona stöðum. Þarna hafa aldrei verið haldin íþróttamót eða unglinga dansleikir, aldrei basar eða klassískir tónleikar. Þetta er METAL höll. Á moti okkur tóku stálstoðir og stálbitar í lofti sem héldu uppi risastórum gálgakrana, þetta er gömul verksmiðja örugglega í eigu BMV sem eru með aðstöðu allstaðar í kringum staðinn. Steypt gólf og troðfullt af metal. Just as we want it. ég hafði ekki heyrt í neinni af upphitunarhljómsveitunum áður og beið því með nokkrum spenningi. Fyrsta bandið, Thyne eyes bleed, kemur frá Canada, mjög kröftugt band og spiluðu frábært sett. Síðan kom Lamb of God sem var líka æðislegt og stóðu sig best af aukaböndunum, frábær frontmaður þar og svínfeit riff í gangi. Þar næst kom finnska hljómsveitin Children of bodom sem eru ekki alveg vissir á því hvort þeir eru að spila glysrokk, metal eða goth og samsetningin var ekki alveg að virka, samt ágætt og gaman að kynnast bandinu. In flames, er nokkuð þekkt metal band og voru næstir á svið, það kom mér mikið á óvart hversu léttir þeir voru í rauninni, vel spiluð tónlist, djö þéttir og flott riff en léttasta bandið um kvöldið. Gott sett samt. Þá kom að því. Slayer mættir og allir mættir sem áttu miða. 4000 mans sem er frábær fjöldi fyrir svona tónleika. Sándið á öllum böndunum var absalútlí frábært og öll umgjörð um tónleikana frábær. Slayer byrjuðu af krafti og renndu í þekkt lög af ferlinum strax. War ensamble, chemical warfare og fleira, neglu í nýtt stöff líka sem mér fannst svínvirka, suddaþungt og frábær riff. Textarnir hættir að vera jafndökkir og í gamla daga en enn beittir, núna hápólitískir og skemmtilegir. Tom Araia, kominn með sítt grátt skegg og messaði eins og afi okkar en djöflaðist svo með bassann og öskraði eins og hann gat. Slayer voru algerlega frábærir og með þessu held ég að þeir hafi ýtt hinni gömlu og góðu hljómsveit Metallica kurteisislega til hliðar út fyrsta sæti yfir mín uppáhaldsmetal bönd í dag. Þeir einfaldlega sönnuðu að það er enn hægt að gera góðan metal og selja plötur án þess að klippa hárið og setja á sig lykt. Eftir frábæra tónleika fórum við á hótelið að sofa, big day tomorrow. Vöknuðum snemma til að fara til Salzburg. Er við komum þangað átum við með stelpunum mínum og fórum í hestaferð um Salzburg altstadt (gamla bæinn), chekkuðum á hótel Stein og fórum á metalbúðina. Komum síðan heim og lögðum okkur aðeins til að ná upp þoli fyrir komandi nótt... ætluðum að djamma heavý ! (ekki Gummi samt, still sober, still going strong) Borðuðum hérna heima og tókum í hljóðfæri, spiluðum Groundfloor stuff í fyrsta skipti í langan tíma og chekkuðum á nýju efni. Hvergi nærri hættir. Fórum síðan á jazzit og hittum vini og drukkum bús, fórum þaðan á klúbbarölt og skemmtum okkur æðislega vel. Strákarnir voru í stelpna leit og Óli hafði heppnina með sér, í Mirabell garðinum ! Sváfum síðan út og strákarnir flugu heim í hádeginu. Við Harpa og Halldóra Björg slökuðum bara vel á eftir þetta og nutum þess að það væri mjög haustlegt úti með að hanga inni í allan dag. Verð að fara sofa, nýja vinan á morgun og þetta er orðið fínt. Myndir frá helginni á myndasíðunni. Bæbb.