Stuð, stuð, stuð ...
Jebb hér er alltaf stuð. Eftir síðasta sunnudagsblogg ákváðum við að fara smá út á hjóla. Við fórum ekki svo langt að Há, Bé sofnaði heldur fundum við dýragarð og höll... og keyptum miða. Við fundum sem sagt Salzburger zoo palaze und der wasser upfh spritzer garten.. (gosbrunnagarð við höllina) og af því að klukkan var orðin svolítið margt þá fórum við bara í zoo inn. Það var rosalega gaman og getum við Harpa algerlega mælt með ferð í þennan zoo. Umgjörðin öll hin snyrtilegasta og dýrin höfð í nokkuð svo raunverulegum aðstæðum (að ég held, hef aldrei búið í frumskógi), allt svona frekar væld en snyrtó. Við sáum ljon og nashyrninga, apa og fleira stuff. Harpa var hrifnust af ösnunum því henni fannst þeir svo sætir og skýrir það kannski að einhverju leyti makavalið. Við H.B áttum mjög erfitt með að draga hana frá þeim en eftir smá röfl og leiðindi gátum við platað hana að skoða byrnina, þeir voru hressir, bara að synda og svoleiðis, síðan þurfti hún að pissa. Halldóra Börg fór með. Eftir um einn og hálfan fórum við heim að elda, þennan dag var hið frábærasta veður og allir úti á bolnum að sóla sig, 22 oktober. Um næstu helgi geng ég aftur í barndóm og læt mína penu og virðulegu framkomu lönd og leið og ætla með strákunum (Óla T, a.k.a. Lundi og Gumma a.k.a. Gönzi, Mófó eða bara D.) úr Danskalandi á Slayer tónleika í Munchen. Síðan komum við hingað aftur og hressumst eitthvað hér um helgina. Nánari fréttir af því seinna af því það er ekki búið, það verður ábyggilega skemmtilegt. Nýjar myndir úr Zúnum á myndasíðunni og jafnvel eitthvað af mér fyrir áhugasama. Tzhúúús !
<< Home