Nu er HANN kominn...
Já hann er kominn. Veturinn mætti í öllu sínu veldi í gær eftir funhita og blíðu. Okkur var sagt að þetta myndi gerast mjög snöggt en HAAAAALLLÓÓÓÓÓ... Ég trúði þessu ekki þegar ég vaknaði í gærmorgun og sá snjóinn á húsþökunum. Þetta var reyndar ekkert voðalega mikið en það var mjög kalt úti og snjórinn bráðnaði ekkert og svo bættist bara við meira í nótt og í dag og mun bætast við meira á morgun og hinn og hinn..... Okkur er líka tjáð að þetta verði þar til í maí. Takk fyrir, þetta er ekkert eins á á klakanum þar sem snjórinn bráðnar um leið og hann lendir.
Það var að sjálfsögðu mikil gleði hjá HBH og við mæðgur lentum í smá þrasi þar sem sú stutta vildi ekki fara í leikskólann heldur bara beint á skíði... ég reyndi að útskýra að það væri nú ekki nægur snjór til þess en við færum að sjálfsögðu á skíði um jólin. HBH skildi það ekki og fór bara að gráta, vildi ekkert fjárans kjaftæði heldur bara komast á skíði eins og Mía litla (Múmínálfarnir)
Þetta bjargaðist þó allt að lokum þegar hún sá að það væri sennilega ekkert svo gott að renna sér..... Nú eru það bara vettlingar, húfa og kuldaskór brrrrrrr. Þetta er reyndar bara voða huggó fyrir utan að við kunnum ekki að kveikja á hitanum á íbúðinni...... það er orðið nett kalt á kvöldin núna en við vonum að þessu verið bara kippt í lag á næstu dögum.
Guðmundur og Erla koma á mánudaginn og er mikill spenningur í kringum það. Við ætlum að hafa alveg sérstaklega gott í snjónum og njóta hvers dags. Þau stoppa bara í 6 daga þannig að maður verður að njóta þeirra vel :)
Annars bara tóm gleði og hamingja á bænum
Svona var útsýnið út um gluggann í morgun
Það var að sjálfsögðu mikil gleði hjá HBH og við mæðgur lentum í smá þrasi þar sem sú stutta vildi ekki fara í leikskólann heldur bara beint á skíði... ég reyndi að útskýra að það væri nú ekki nægur snjór til þess en við færum að sjálfsögðu á skíði um jólin. HBH skildi það ekki og fór bara að gráta, vildi ekkert fjárans kjaftæði heldur bara komast á skíði eins og Mía litla (Múmínálfarnir)
Þetta bjargaðist þó allt að lokum þegar hún sá að það væri sennilega ekkert svo gott að renna sér..... Nú eru það bara vettlingar, húfa og kuldaskór brrrrrrr. Þetta er reyndar bara voða huggó fyrir utan að við kunnum ekki að kveikja á hitanum á íbúðinni...... það er orðið nett kalt á kvöldin núna en við vonum að þessu verið bara kippt í lag á næstu dögum.
Guðmundur og Erla koma á mánudaginn og er mikill spenningur í kringum það. Við ætlum að hafa alveg sérstaklega gott í snjónum og njóta hvers dags. Þau stoppa bara í 6 daga þannig að maður verður að njóta þeirra vel :)
Annars bara tóm gleði og hamingja á bænum
Svona var útsýnið út um gluggann í morgun
<< Home