Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, nóvember 05, 2006

allt orðið eins og aður fyrr i olddays

Jamm, jamm, jamm, jamm. Nú er veturinn kominn með snjó og kulda, svona er þetta bara, sólbað og fínerí og síðan bara snjór og kuldi. All in a sudden. En við höfum verið yðin við að hlýja okkur inná við, höfum ræktað andann og línurnar, með alls kyns skemmtilegheitum. Ég byrjaði í vinnunni á mánudag og það svona var ekki alveg jafnmagnað og ég hafði búist við. Í heilan dag fékk ég engin verkefni þó nóg væri að gera af því collegar mínir neiruðu að tala við mig, algerlega neituðu enskunni (allt í lagi) og þögðu bara á þúsku, þegar ég reyndi að tala við þá. Ég held þeir hafi verið fúlir með sitt nýja barnapíju hlutverk í vinnunni, bara viljað mála. Ég reyndi eitthað að gera og það sem ég gerði var allt í rugli og ég fékk að heyra það á þýsku nottla og veit ekkert hvað þeir sögðu?.. Notaði vitlaus efni og var lengi af því ég fann ekki réttu verkfærin, næsti dagur var aðeins betri en ekki svo mjög.. ég redda þessu bara einhvernvegin hugsa ég, ég fæ allavega fría þýskukennslu (hraðferð, mjög hraðferð) og smá laun, réttilega lýst, miðað við kaup á ísl þá er þetta svona, smá svona kaup smá, aðeins, fyrir mánuðinn. En ég ætla að kenna aðeins á bassa (er með einn, kannski tvo nem. í vetur) og síðan bara reyna spila og mála eitthvað auka. Allveg eins og heima. Ég hjóla alltaf í vinnuna og mun gera það í vetur. Það er gaman að hjóla. Ég hef ekki átt hjól í mörg ár og einhvern veginn aldrei haft neinn sérstakan áhuga á að eiga hjól en núna á ég hjól og þetta er snilldar ferðamáti. Ég tofffærast um allt hérna í snjó og krapa í froststillunum á morgnana, það er heavý næs. Nýja íslenska jazztríjóið fór á tónleika með Sabinu Hank á jazzhátíð á fimmtudaginn og það var ömurlegt. Hún kom fram á flygil og var mjög góð, hún söng líka aðeins og gerði það mjög vel. En það var samt einn aðalsöngvari sem var alveg hræðilegur, undir tóni og með ljóta rödd og söng illa. Hann var um 60 ára og var ábyggilega einu sinni voða heitur klapp í takt tónlistarmaður, en ekki lengur. Mér fannst hann eyðileggja tónleikana. Daginn eftir, fórum við Harpa út að borða og sáum ungan norskan jazzpíanista, Thord Gustavsen; sem var með æðislegt sett. Frábær píanisti og höfundur þar á fer. Bassaleikarinn góður og slagverksleikarinn meiriháttar. Síðan snemma í gærmorgun kom íslandstríjóið saman í fyrsta skipti og nyji trommarinn stóð sig vel, miðað við að vera ekki trommari heldur nýorðinnsneril eigandi, hann hlustaði bara á velsvíngandi dúóið og burstaði síðan bara með. Þetta var gullreiðareigandinn sjálfur Herr Vídó. Æfingar halda áfram, og ekki stemmt á tónleika alveg strax. Síðan fór Harpa Á Buena Vista social club í gærkveldi og var víst alveg frábært. Núna er kaldur og grár sunnudagsmorgun og lítið að gera en að hanga inni í kuldanum, því kyndingin er ekki enn komin í lag, og kannski taka til fyrir mömmu og pabba. Þau ætla að koma á morgun og vera í viku. Það verður mjög gaman því við pabbi höfum eiginlega ekkert rætt pólitík frá því við fluttum út og því gott fyrir aðstæðurnar að hitastigið í íbúðinni sé ekki meira en 16 gráður. Jæja, verkefni dagsins bíða og best að koma sér að verki.. Lifi byltingin !!!