Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, nóvember 13, 2006

Rosa vika buin og önnur strax byrjuð..

Í-jess ! Rosalega skemmtilegri viku lokið og síðustu gestirnir svona rétt að skríða í hús þegar þetta er skrifað. Mamma og pabbi eru yfirleitt lang síðust heim úr partýum og engin breyting á því núna. Hurfu héðan úr íbúðinni um hádegisbil í gær og og skildu eftir sviðna jörð. Tóku flug frá Linz, sem er ekki mjög stór flugvöllur, eiginlega skaðar smæð hans þjónustustigið verulega. Þau voru mætt snemma og fóru í röð. Þau voru með yfirvigt (allar jólagjafirnar) en þau voru bara með yfirvigt af því að þau ferðuðust með eina tösku, þess vegna var yfirvigtin á einn mann. Pabbi var ekki með neitt í ferðinni, mamma var bara með mjög mikið. Þetta er nú ekki stór mál, en á þessum flugvelli þarf að finna störf fyrir allt starfsfólkið sem hangir þarna allan daginn eftir einni flugvél. Mamma var rekin í burtu án þess að fá miðann því það þarf að gera upp sektina í öðrum bás til að fá miðann, önnur röð og enginn við básinn. Eftir langa stund silast eftir endilangri flugstöðvarbyggingunni hægfara, reykjandi og rauðhærð austurísk rayan air stúlka. Hún kemur sér fyrir í sæti við básinn og fer ánægjulega og afslappandi .. að röfla í símann, ..geispar... talar... togar í hárið rauða og tyggur tyggjó .. Tíminn silast áfram og veika hnéð á mömmu spyr hvort að sé ekki eitthvað að gerast í afgreiðslunni .. ekkert svar. Pabbi stendur upp, hann var ekki með neinn farangur, málið leysist eftir nokkra bið og sektin greidd. Röð í flugmiðann aftur, flugvélin að fara, afgreiðslufólkið geispar og togar í appelsínugula hárið. Miðarnir í höfn. Fjölskyldan kveður með tárum, sumir allavega, ekki ég, og allir veifa. Það er engin röð hjá tollurunum sem bíða geispandi við röntgenhliðið og fikta með penna .. mamma fer í gegn og ekkert mál pabbi fer í gegn og mál. Hann á að fara úr jakkanum og taka af sér beltið, síðan er leitað á honum með geislasverði.. allt vitlaust og píp og brjálæði, faðu úr meiru segja þeir og aftur leita þeir með geislasverðinu. Ljós og píp og vesen, nú fer pabbi eitthvað aðeins að efast .. setti Erla eitthvað ólöglegt í skóna mína hvað er þetta eiginlega. Þeir skoða hann aftur og þegar þeir leyta yfir skóna aftur heyrist greinilegt píp hljóð, er þetta kannski táfílan eftir margra kílómetra göngu síðustu daga og enginn farangur?.. úr skónum !! Þegar tollarinn heldur á skónum eftir að skórnir fóru í röntgen og ekkert gerðist uppgötva allir viðstaddir hver var sekur. Á hendinni sem hélt á skónum, á gagnstæðri hendi þeirrar sem hélt á geislasverðinu var risastór gullhringur, ábyggilega stolinn, á tollarahendinni. Eftir þetta fóru þau í loftið með flugvélinni sem flaug frá barnaskólanum í Linz .. a.k.a. Flughaven. Seinkun hjá Icelandair um 3 tíma, biðröð á flugvellinum. Meiri seinkun. Flogið klukkan 1. Komin til Íslands kl 3 aðfaranótt mánudags. Á Íslandi er brjálað veður og fólki ráðlagt að halda sig innan dyra og halda alls ekki á heiðina. Beðið á Hotel Keflavíkur nætur.. og þínar yndislegu dætur .. Kefla.. (gleymdi mér, þekkir einhver lagið?) Lagt af stað í brjáluðu veðri og voru að skríða inn á Hlíðarbrautina núna, kl. 5. Mánudag. Vikan var fín. Við brölluðum mikið, fórum í búðir og ferðalag upp í alpa. Keyrðum á milli skíðasvæða og skoðuðum kastalann mikla. Átum góðan mat og fórum í hestvagnaferð. Borðuðum, borðuðum, borðuðum og borðuðum morgunmat og hádegismat. Pasta, víno rautto hvitt, bjóro nauto kjúkling. Pizzur, pakkamato sítt afhverju, allskonar í eftirrétt. Síðan var líka sofið út og slakað á. Takk mamma og pabbi fyrir komuna og komiði sem oftast því ég vann ekki nema einn og hálfan dag í síðustu viku, aðra vikuna mína í vinnunni. Og var þessi sú skemmtilegasta af öllum sem ég hef verið hjá fyrirtækinu. Nánari vikulýsing sést á myndasíðunni þar sem þær eiga að koma inn í tímaröð, ég man ekki hvað við gerðum nákvæmlega. Tssjússh, tzervús og BRJÓST !!