Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, október 28, 2010

veturinn er kominn með allt sitt kvef og allann sinn kulda

Hæ segi ég og sýg upp í nefið, í dag er fimmtudagur og Matthildur grætur inn í rúmi meðan rökkrið færist hljóðlega yfir. Hún er hóstandi og hnerrandi í kapp við okkur hin en slefið kemur í ofan á lag hjá henni, þannig að Mattan okkar er oft ansi hreint slímug.

í þessarri viku hef ég fengið margar mjög góðar hugmyndir, aldrei þessu vant, og ætla ég að taka ykkur í stuttann rölt um hugarheima mína...

Eftir annars ágætt start á nýja verkefninu okkar Hörpu, "Sound Post", hef ég að sjálfsögðu fengið margar hugmyndir um hvernig væri best að koma því almennilega á koppinn og hef nú þegar bókað ansi skemmtilega tónleika staði sem gætu hugsanlega veitt okkur gott start í næsta ár. Við erum strax farin að hugsa um að taka upp prógrammið sem spannar hatt í 16 tilbúin jazzlög. Harpa hefur nú ekki verið sérlega þekkt í jazzheimum en hún gerir þetta sérlega vel, fer vel með textana og fraserar eins og þær bestu, ég er afar stoltur af henni. Sound Post byrjaði nú ansi forvitnilega, ég var núinn að bóka annað jazz trío, "BaadRoots"sem spilar einnig eingöngu mínar lagasmíðar, en þeir félagar mínir komust ekki settann dag, því var að annað hvort að hræra í nýtt project í hvelli og æfa upp rpógram eða afsegja gigginu. Harpa hafði auðvitað hlustað á mig gaula þetta kvöld eftir kvöld og þekkti nú þegar flest allar melódíurnar og meiripart textana og þar sem hún er sjálf söngkona, var hún ráðin, en fékk ekki að vita það fyrr en seinna. því næst leitaði ég að gítarleikara og fann hann, Julian Urabl, lítinn trítil úr Salzburg sem spilar eins og engill.

Á meðan á öllu þessu stendur þá er Harpa að koma sér aftur inn í skólann eftir hlé síðasta vetur og hljómar alveg glimrandi vel, kennararnir í heild sinni afar ánægði með útkomuna og keppast um að eigna sér heiðurinn af hinni nýju breyttu Hörpu, .. en ég veit nú betur, heiðurinn af framförum Hörpu á óperusviðinu á hin litla slefandi Matthildur, með allri sinni baráttu og sigrum og sínum óbugandi karakter hefur hún haft ótrulega mikil áhrif á okkur foreldrana. Við gerum okkur frekar grein fyrir því að það sem við tökum okkur fyrir hendur skaðar engann þó það gangi ekki upp né að góður árangur veiti nokkuð öryggi um ævarandi hamingju, þess vegna göngum við mun léttar til verks og þar af leiðandi gengur okkur einfaldlega betur. Einu sagði ég, þegar allt var sem erfiðast hjá Matthildi, að ég hefði nú lært það að það væru engin alvöru vandamál nema þau sem snéru beint lífi eða dauða, þessi skoðun mín hefur aðeins slípast til frá þ´vií janúar en í grunnvallaratriðum óbreytt, þökk sé þessarri litlu mús.

Matthildur er farin að skríða út um öll gólf og dundar sér við að rífa og tæta nótur, jazz tímarit og Bo Bedre... þegar hún dettur niðra góða uppskrift, nú eða jafnvel gott gítarsóló ú Down Beat þá á hún það til að leggja sér þær kræsingar til munns.

Harpa og Halldóra Björg fóru í skvísuferð til Linz í dag, Linda og Helga, listamennirninr okkar í Linz buðu okkur að koma yfir í smá veislu sem mæðgurnar þáðu með þökkum, ég reyndar þáði það líka en við Matthildur slefandi og fnæsandi horslummum í allar áttir myndi varla hæfa í svo fínu boði sem þessu. Ég mæli með að þeir sem ekki hafa skoðað leyti þær systur uppi í netheimum og skoði gallerýið þeirra, sérlega skemmtilegar skúlptúr myndir, fataframleiðsla úr íslensku hráefmni og skartgripir, síðan eru þær líka sjálfar svaka skutlur fyrior karlmennina. "Atelier einfach MÝR design" check them out.

a... ég er búinn að blaðra svo mikið að ég ætla bara að halda hugmyndunum öllum fyrir mig, það kemur allt í ljós seinna.. en bíddu ! ,... bling ! Var að fá hugmynd, ... panta sushi, einhver með?

H