Íbúðaleit í svitaklístri
Sumarið kom með hágæða hitabylgja og vandræðin byrjuðu. Matthildur, sem er á hröðum batavegi, þoldi hitann illa á sjúkrahúsinu sína síðustu daga þar og enn ver eftir að heim var komið. Ég bjóst til baráttu við enn eitt náttúru undrið og keypti tvær öflugar viftur. Þær gengu báðar allann sólarhringinn með litlum árangri, báráttunni við sólina er víst vænlegast að hætta og sætta sig við tapið. Síðan höfum við sagt upp íbúðinni og þegar skoðað nokkrar. Íbúðarleit í Salzburg er engin sérstök skemmtun, við leigjum nú þegar háu verði og ætluðum okkur ekki að bæta svo miklu við en framboðið er ekki mikið... undanfarna daga hefur Matthildur á yndislega daga með okkur heima. Hún drekkur vel, borðar grauta, slefar, veltir sér næstum, hlær mikið og .... (mjög mikilvægt) þyngist. Halldóra Björg hins vegar sýnir skiljanleg skólaþreytu merki og bíður íslandsferðarinnar með mikilli tilhlökkun. Hitinn hér er henni ekkert sérstakt uppáhald. Við erum jú Íslendingar. Og síðan er það samdóma álit margra á Hörpu, meðal kennara, vina og eiginmanna hennar og annarra kvenna að hún komi ákaflega vel undan þessarri óskipulögðu söngpásu síðasta hálfa árið. Hún hljómar mjög vel og er klárlega aftur á réttri braut. Hún er aftur byrjuð í tímum hjá góðum fjölskyldu vini og listamanni, Barböru Bonney og vinna þær einkar vel saman. Ég hins vegar hef verið í löngu málningarfríi sem ég hef nýtt í músík vinnu, hef spilað töluvert og einbeitt mér af tónsmíðum (of stórt orð fyrir þá músík sem ég geri). En mörg þeirra laga sem ég hef undanfarið samið hafa endað á prógrammi jazz trío Baad Roots, sem er nýstofnað píano trio utan um mín lög. Fyrsta gigg 3. september Jazzit.
Núna erum við Halldóra Björg flúin úr svitaklístraðari íbúðinni okkar og leikum okkur í sundlaugargarði í Leopoldskron. Mamma og Matthildur í þriðja partýinu um helgina og allur bjartsýnir og glaðir með framtíðina, vonandi finnum við íbúð fljótt því vifturnar hafa ekki við...
Kv Sólsveitti Halli og stelpurnar hans.
Núna erum við Halldóra Björg flúin úr svitaklístraðari íbúðinni okkar og leikum okkur í sundlaugargarði í Leopoldskron. Mamma og Matthildur í þriðja partýinu um helgina og allur bjartsýnir og glaðir með framtíðina, vonandi finnum við íbúð fljótt því vifturnar hafa ekki við...
Kv Sólsveitti Halli og stelpurnar hans.
<< Home