Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, mars 20, 2010

næstu skref

Matthildur kom ágætlega út úr hjartaþræðingunni og var ótrúlega fljót að ná sér. Það er skrítið að litla 3 mánaða barnið manns sé orðið vant því að einhverjir eru að troða einhverju inní hjártað á því. Ég sem hélt að svoleiðis byrjaði fyrst alvarlega á unglingsárunum og væri huglægra einhbvernveginn. En Matthildur beit þetta af sér á tveimur dögum og nú erum við öll heima aftur. Ég er að vinna hjá Ernst og lífið gegnur afar eðlilega fyrir sig og eru það eingöngu hinar tíðu lyfjagjafir sem minna okkur á veikindin, en það er líka allt að venjast og verða okkur eðlilegra. Fljótlega eftir rannsóknina í Munchen fengum við dagsetningu á aðgerð númer tvö hjá Matthildi. Við eigum að mæta á DHM 13 apríl og aðgerðin verður líklega þann 14 eða 15 apríl. Við erum öll uppfull af bjartsýni og von um að allt fari vel. Matthildur er ákveðin, sterk og viljug í að koma sér vel í gegnum þessi stóru inngrip. Við fjölskyldan með góðum utanadkomandi stuðningi fjölskyldu og vina stöndum líka strek við hlið hennar. Groundfloor var með bókaða stærstu tónleika á ferli bandsins í Róm og Carpi á Italiu frá 17-20 april sem ég sagði mig frá og við Óli plönuðum að Groundfloor færi til Rómar án mín og Hörpu, með austurræiskum session bassaleikara. Það var mjög skrítin tilfinning að skipuleggja það en tónleikahakdararnir niðurfrá canselluðu tónleikunum vegna aðstæðna og ætla að reyna að bóka bandið aftur í Róm á næsta ári. En af Groundfloor er það að frétta að mitt í öllum hasarnum tókum við Óli upp nýja plötu með frábæru nýju efni og Harpa, Þorri og Julía Czerni voru með okkur. Við stefnum á útgáfu á nýju plötunni í haust. Síðustu tónleikar Groundfloor fyrir reglulegt hlé hljómsveitarinnar verða á sunnudagskvöldið Í Urban keller í Salzburg. Síðan ætlum við Óli að deputera á litlum klúbbi hérna í borg með nýtt side project í byrjun apríl, áður en við förum til Munchen og Óli fer aftur heim. Þetta nýja project heitir Mr. Henry and the drunk poet" og verður kontrabassa/ljóða dúett, þar sem Óli les ljóð og texta eftir okkur báða og ég spila bassalínur undir ásamt einstaka gítargripum til skreytinga. Við erum orðnir mjög spenntir að kynna þessa nýju hlið fyrir okkar fólki hérna í Salzburg. Af Hörpu er það helst að frétta að hún er aðeins að byrja að syngja aftur eftir langt hlé, og kemur afar vel raddlega undan pásunni. Hún hljómar einstaklega vel og stefnir á að nema áfram hjá Barböru Bonney þegar m0guleikar gefast en annars taka sér frí úr skólanum. Halldóra Björg stendur sig áfram mjög vel í skólanum sínum þó hún sé ansi oft þreytt eftir erfiðar nætur og hasar heima við. Hún stendur sig vel.

takk allir fyrir að fylgjast með aðstæðum okkar og styðja við bakið á okkur í þessum undarlegu kringumstæðum.

Halli og stelpurnar í Svörtugötu