Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

fimmtudagur, september 17, 2009

Skólastelpa...

Það er margt að gerast hjá okkur núna hér í Schwarzstrasse 41. Fyrir utan það að undirbúa komu annars unga þá var tilvonandi stóra systir að byrja í skóla núna á mánudaginn. Spenningurinn var gríðarlegur og ekki síst yfir að fá að fara með skólatöskuna af stað og að opna Schultute sem er hefð hér í Austurríki og í Þýskalandi. Hefðin er þannig að elstu börnin á leikskólanum fá svokallaða skólakeilu (schultute) sem er full af alls kyns góðgæti og nauðsynjum. Þetta fara svo börnin með í skólann fyrsta skóladaginn og opna þegar þau koma heim.
Það var smá misskilningur hjá okkur mæðgum (eða bara mömmu) og héldum við að þetta ætti að fylgja skólatöskunni, þ.e. að koma með þetta fyrsta alvöru skóladaginn, ekki á skólasetninguna... en það var víst ekki svo og var Halldóra Björg eina í bekknum sem var ekki með sína keilu... :( Við ræddum aðeins málið og komumst að því að þetta væri nú ekki mikið mál, myndum bara opna þetta heima í gleði eftir skólann.
Okkur lýst mjög vel á skólann og erum búin að fara á fyrsta foreldrafundinn þar sem starfið var kynnt fyrir foreldrunum. HB kemur þreytt og ánægð heim úr skólanum og sofnar algerlega um leið og hún leggst á koddan á kvöldin.

Annars allt í gúddí og heyrumst fljótlega. Nýjar skólamyndir á myndasíðunni !

Tjuss

Harpsicord