hvaðan kemur allt þetta vatn? ...
Óli er kominn í 10 daga gistingu hjá okkur. Við æfum alla daga og höngum inni, en það er ekki endilega bara að hörku og dugnaði, heldur hefur rignt hér linnulaust á nóttu sem degi frá því Óli kom til okkar. það mígrigndi daginn áður en hann kom þann 17.júni og rignir enn, og spáin segir að það komi til með að rigna fram yfir síðasta dag spárinnar ! Rigningin er einhvernveginn þyngri stærri og blautari hér ... og loftið er eins og í gufubaði og þess vegna þornar ekki neitt. Allt sem við eigum hangir hér út um alla íbúd mígblautt og lyktandi eins og eftir heimkomu af þjóðhátíð í eyjum. Oj. En Groundfloor er í gírnum, Flosi, sem spilar með okkur á fiðluna er greynilega búinn að liggja yfir efninu og spilaði þetta eins og hann hafi samið það sjálfur, mikill léttir við það.
Fyrstu tónleikar á Föstudaginn í Salzburg, síðan laugardaginn í St.Pölten og síðan klárum við á Sunnudaginn í Vín.
Halldóra Björg er kominn með far heim til Íslands í sumar og ætlar að "kynnast" fólkinu sínu í gamla landinu á ný upp á eigin spítur í ágúst, það verður örugglega erfitt fyrir okkur Hörpu, en á meðan getum við hugsað upp nöfn á nýja gaurinn í maganum eða skoðað fóstursbækur, sem við höfum engan tíma til þess haft fram til þessa.
Jæja bandið bíður og bassinn spilar sig ekki sjálfur, verð að fara.
Halli Groundfloor !
Fyrstu tónleikar á Föstudaginn í Salzburg, síðan laugardaginn í St.Pölten og síðan klárum við á Sunnudaginn í Vín.
Halldóra Björg er kominn með far heim til Íslands í sumar og ætlar að "kynnast" fólkinu sínu í gamla landinu á ný upp á eigin spítur í ágúst, það verður örugglega erfitt fyrir okkur Hörpu, en á meðan getum við hugsað upp nöfn á nýja gaurinn í maganum eða skoðað fóstursbækur, sem við höfum engan tíma til þess haft fram til þessa.
Jæja bandið bíður og bassinn spilar sig ekki sjálfur, verð að fara.
Halli Groundfloor !
<< Home