Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

þriðjudagur, apríl 14, 2009

blessuð páska sólin elskar allt og alla með kossi vekur sem hafa sofnað á teppi við árbakkann

Gleðilega páska allir saman. Við höfum haft það mjög gott, bökuðum páskahéra eins og venjulega sem tókst afar vel, fórum í íslenskt lamb og lærðum að hjóla. Eða allavega Halldóra Björg lærði að hjóla. Halldóra Björg var blessuð af erkibiskup Salzburgar (sem er ans.. merkilegur kall) og söng við sína fyrstu athöfn, fyrsta skipti opinberlega. ég nottla rosa stoltur af barninu sagði frá þessu öllu í vinnunni og hlaut lófaklapp og hlátur eftir frásögnina. ég nebblega hélt ég vær svo flinkur í þýsku svo orðaflaumurinn og gjálfrið flaut út út mér, ég hikaði ekki þegar ég sagði að "der arch bishoff" hefði blessað dóttur mína frá toppi til táar oft fyrir framan hundupð manna á dómplatz á pálmasunnudag. Mönnum fannst ég tala heldur niðrandi um erkibiskupinn með að kalla hann "rassgatsbiskupinn" í frásögn minni. Hvernig á ég svosem að vita hvernig maður segir "erki" á þýsku? ...

Við höfum notið páskaveðursins til hins ýtrasta, HBH er búin að læra áð hjóla og ég er orðinn heltannaður og búna massa mig upp, kallinn búna bæta á sig 4 kílóum að kjöti ! .. Fórum í yndislegan páskamat til Rósu, Kjartan eldaði líka og fullt af hjálpar kokkum, Harpa og Martha reddupðu eftir réttinum ig allir kátir. Ég bjó líka til teygjubyssu úr spítu og gömlum gúmmíhanska og kenndi fjölskyldunni að skjóta úr henni flugbeittum steinum ef einhver þyrfti að veiða sér til matar í skóginum seinna meir, ... við dúndruðum í allar áttir og veiddum ekkert. Halldóra Björg missti aðra tönn og er nú varla nokkur lífsins leikur að skilja hvað barnið segir lengur, því hún er svo slefmælt, allt loftið, munvatnið og samhljóða sándið slefast bara út um þetta risagat sem framtennurnar tvær skildu eftir sig í neðri gómi ("sex síl 13, komma 7, neðri fjórir, fram tveir bora")

Tannálfurinn kom og fór jafnskjótt aftur þegar hann var búinn að breyta tönninni í seðil.

Harpa er á fullu í Festspiel haus, HB tannlaus og slefmælt og ég bara góður, nóg að gera í vinnunni. Böns af nýjum myndum.

Látið ekki comment gluggann liggja auðann og óhreyfðan, krotið eitthvað skemmtilegt,
kv Halli Svarti.