Nú er sumarið komið, sólin skín og fuglarnir syngja sem fullir væru !
Laugardagur í dag, góður dagur í dag en samt er eitthvað sem hryggir okkur fjölskylduna í Svartastræti. Stærsta frænkan okkar, Rannveig Dóra, er að fermast á morgun, að verða AL-fullorðin og við erum hvergi nærri og getum ómögulega þess vegna tekið þá í fögnuði fjölskyldunnar heima. En við óskum henni hér með opinberlega (auðvitað líka persónulega og með gjafafjöld) innilega til hamingju með stóra daginn á morgun og farsældar á fullorðins árum sínum komandi. Okkur þykir það mjög miður að geta ekki verið með þér og ykkur hinum á morgun.
En hér skín sólin björt, líklega til heiðurs hinum fjölmörgu brosandi fermingarbarna, og austurrísku unglingarnir, ófermdir sem fermdir, hanga hér niður við ána, sötra bjór, grilla pullsur og spjalla. Aginn er þó svo mikill á þessum greyjum að "partýið" er yfirleitt búið um 9, 10 leytið, þá fara allir heim að sofa. En skilja svo mikið rusl eftir sig við árbakkann að þetta líkist einna helst ílangri 'Halló Akureyri' stemmningu eins og ég þekki hana frá '96, rusl út um allt. En Salzburgingar vita nú alveg hvernig þeir hafa markaðsett borgina í gengum árin (sem skilar sér greynilega af gríðarlegum fjölda ferðamann fyrsta sólardag ár hvert) og senda þeir því her manns út á hverri nóttu til að tína rusl og taka til. Maður sér þessi ofurmenni með risa hjólavagna og langar klípitangir að tína rusl um alla borg þegar maður vaknar um 6 leytið á degi hverjum og þá er allt líka eiginlega búið. Engin merki um sólarpartýhöld unglingarna eða Halló Akureyri. Svona á að gera þetta.
Harpa er farin að vinna í Festpielhaus, nei ekki strax á sviði en miklu nær sviðinu en margir samnemendur hennar og kollegar þurfa, heldur í versluninni við festspielhaus, selja miða, diska, bæklinga og kynningartúra um húsið. í bónus fær hún að hanga með stjörnunum og afla sér tengsla... allt planað auðvitað.
Ég er bara að mála og leggja gólf (nýr þáttur í vinnunni sem verður alltaf stærri og meiri) og að vinna að því að gera Groundfloor að international monnýmeikin' bákni, útrásarhljómsveit og múltímilljarða alheimsamsteypu ! Ég er nú þegar búinn að bóka bandið á tvenna tónleika í Austurríki í sumar (lok Júní) sem við fáum eiginlega ekkert fyrir, ekki einu sinni fyrir kostnaði en hljómsveit með háleit markmið verður að byrja einhverstaðar. Opnar dyr inn á austurríska tónlistarmarkaðinn færir okkur nær þeim slóvenska, síðan króatíska, síðan ítalska og þá ættum við að eiga greiða leið inn á albanska vinsældalistann, sem er fyrsta skrefið í heimsyfirráðunum. En nóg af bulli.
Bestu kveðjur til allra sem við þekkjum, fílum og diggum.
Halli, sauður 1, svörtugötu, Salzburg.
En hér skín sólin björt, líklega til heiðurs hinum fjölmörgu brosandi fermingarbarna, og austurrísku unglingarnir, ófermdir sem fermdir, hanga hér niður við ána, sötra bjór, grilla pullsur og spjalla. Aginn er þó svo mikill á þessum greyjum að "partýið" er yfirleitt búið um 9, 10 leytið, þá fara allir heim að sofa. En skilja svo mikið rusl eftir sig við árbakkann að þetta líkist einna helst ílangri 'Halló Akureyri' stemmningu eins og ég þekki hana frá '96, rusl út um allt. En Salzburgingar vita nú alveg hvernig þeir hafa markaðsett borgina í gengum árin (sem skilar sér greynilega af gríðarlegum fjölda ferðamann fyrsta sólardag ár hvert) og senda þeir því her manns út á hverri nóttu til að tína rusl og taka til. Maður sér þessi ofurmenni með risa hjólavagna og langar klípitangir að tína rusl um alla borg þegar maður vaknar um 6 leytið á degi hverjum og þá er allt líka eiginlega búið. Engin merki um sólarpartýhöld unglingarna eða Halló Akureyri. Svona á að gera þetta.
Harpa er farin að vinna í Festpielhaus, nei ekki strax á sviði en miklu nær sviðinu en margir samnemendur hennar og kollegar þurfa, heldur í versluninni við festspielhaus, selja miða, diska, bæklinga og kynningartúra um húsið. í bónus fær hún að hanga með stjörnunum og afla sér tengsla... allt planað auðvitað.
Ég er bara að mála og leggja gólf (nýr þáttur í vinnunni sem verður alltaf stærri og meiri) og að vinna að því að gera Groundfloor að international monnýmeikin' bákni, útrásarhljómsveit og múltímilljarða alheimsamsteypu ! Ég er nú þegar búinn að bóka bandið á tvenna tónleika í Austurríki í sumar (lok Júní) sem við fáum eiginlega ekkert fyrir, ekki einu sinni fyrir kostnaði en hljómsveit með háleit markmið verður að byrja einhverstaðar. Opnar dyr inn á austurríska tónlistarmarkaðinn færir okkur nær þeim slóvenska, síðan króatíska, síðan ítalska og þá ættum við að eiga greiða leið inn á albanska vinsældalistann, sem er fyrsta skrefið í heimsyfirráðunum. En nóg af bulli.
Bestu kveðjur til allra sem við þekkjum, fílum og diggum.
Halli, sauður 1, svörtugötu, Salzburg.
<< Home