Stórum áfanga náð.
Eftir reglulegar æfingar fyrir svefninn og umræður um dularfullu verðlaunin sem biðu þar til settu markmiði væri náð hefur Halldóru Björgu tekist að læra íslenska stafrófið, með eðum, uffsylonum og öllum skrítnu stöfunum. Nú er hennar aðalleikur að taka niður pantanir í þykjó þjónustustúlkuleik með alvöru stöfum. Hún fékk í verðlaun, við hátíðlega athöfn, alvöru köfunar pípu sem má kafa með í vatni og anda í gegnum. Hún hefur varla komist upp úr baðinu síðan, þó neflokunar tæknin sé ekki alveg fullkomnuð og veldur stundum vanda, þá er það mjög mikið sport að kafa... en neflokunin er bara eitthvað sem lærist og kemur.
Snjórinn er kominn og tímasetti hann komu sína vel, ... jólamarkaðurinn í miðbænum opnaði og allt varð hvítt... mjög skemmtilegt. Á sama tíma opnaði skautasvellið og Harpa og Halldóra Björg voru fyrstar á ísinn og skautuðu eins og englar og skemmtu sér vel.
Í dag fórum við í boði Kjartans og Erlu í þakkargjörðarmáltíð í kirkjunni þeirra, áttum frábæran dag, borðuðum vel og nutum góðrar tónlistar, enduðum síðan í spjalli og þægilegheitum heima hjá Prof. Mörthu eftir matinn. Nú erum við komin heim í ró að gera okkur ready fyrir komandi viku.
Bráðum förum við til íslands !
Snjórinn er kominn og tímasetti hann komu sína vel, ... jólamarkaðurinn í miðbænum opnaði og allt varð hvítt... mjög skemmtilegt. Á sama tíma opnaði skautasvellið og Harpa og Halldóra Björg voru fyrstar á ísinn og skautuðu eins og englar og skemmtu sér vel.
Í dag fórum við í boði Kjartans og Erlu í þakkargjörðarmáltíð í kirkjunni þeirra, áttum frábæran dag, borðuðum vel og nutum góðrar tónlistar, enduðum síðan í spjalli og þægilegheitum heima hjá Prof. Mörthu eftir matinn. Nú erum við komin heim í ró að gera okkur ready fyrir komandi viku.
Bráðum förum við til íslands !
<< Home