Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

miðvikudagur, október 01, 2008

Hæ hó, vinir !

Nú er skólinn byrjaður, með öllu sínu stuði, stressi og stemmningu. Við fjölskyldan vorum svo heppin að góðvinur okkar Þorri Þorvalds. er kominn til að nema við skólann. Hann er búinn að vera koma sér fyrir í fallegri íbúð, rétt við Unterbergið, með Ásgeiri Páli stórsöngvara og útvarpsmanni, og eru þeir hinir hamingjusömustu í nýju íbúðinni. Hjá okkur er lífið bara í stærstum hlutum venjulegt en þó ein sú frétt að Halldóra Björg er farin að stunda kórsöng af miklum móð, fyrsta æfing í dag.
Allt fór vel og hún var ekki beðin um að vera bara heima næstu æfingar eins og síðast átti sér þegar hún mætti á æfingu með þessum sama kór,... en þá vegna aldurs, of ung sko.

Ég er búinn að fá myndir úr íslandsförinni og kem ég til með að skella nokkrum velvöldum á myndasíðuna okkar til ánægju og yndisauka (yndisauka... það þýðir fullt af myndum af mér)

Bestu kveðjur að sinni.

Halli, Harpa og Halldóra Björg.