Skólinn búin, platan klár og við á leið til Íslands.
Júní er búinn að vera skemmtilegur, Harpa söng og söng og kláraði önnina með allskonar verkefnum og prófum. Ég hamaðist við að klára plötuna Bones með Groundfloor fyrir heimferð og við fengum góða gesti í heimsókn.
Þorri og Árdís komu til Salzburgar í þeim erindagjörðum að Þorri ætlaði að syngja inntökupróf fyir óperudeild Mozarteum þann 26 Júní. Þau komu sér haganlega fyrir í íbúðinni hans Ásgeirs Páls við Ed.Baumgartnerstrasse. Við áttum frábæra daga saman jafn fyrir og eftir prófið, við fórum í "erlebnispark strasswalchen" öll saman og skemmtum okkur mjög vel, síðan söng Þorri eins vel og hann gat og fékk prófessora skólans bókstaflega til að borða úr lófanum á sér eins og einn hliðhollur njósnari íslenska hópsins komst svo skemmtilega að orði. Síðan var haldin Matskák með rúmlega helmings meðlima mætingu og gert súsjhí og pitzur, kvöldið kom vel út og verndari hópsins Herr Fisher Fiskspiel, brosti sínu breiðasta yfir endurnýjuðum krafti samtakanna. Eftir mataveislu mikla undanfarna daga sáum við okkur knúin til að eiga einn afslöppunar dag og hjóluðum út í Hellbrun. Þar slökuðum við á í grasinu, með nesti og fínt og chekkuðum síðan á gosbrunnunum með tilheyrandi vatnssulli og fjöri.
Nú eru Þorri og Árdís farin heim, eftir frábæra heimsókn til Salzburgar, Harpa komin í frí úr skólanum og ég búinn að senda 300 eintök af nýjustu plötu hljómsveitarinnar Groundfloor til landsins. Á fimmtudaginn flúgum við síðan heim til að vera í tvær vikur. Harpa ætlar að nýta tímann til afslöppunar en ég ætla aðeins að vinna og verð að spila tónleika til kynningar á plötunni.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá okkur spila eða styðja við okkur félaganna á virkan hátt með plötu kaupum er bent á myspace.com/groundfloortheband þar sem upplýsingar um Júlí tónleikana okkar eru og hvar er hægt að kaupa plötuna.
Sjáumst í Júli og verið dugleg að kommenta, Kv. Halli.
Þorri og Árdís komu til Salzburgar í þeim erindagjörðum að Þorri ætlaði að syngja inntökupróf fyir óperudeild Mozarteum þann 26 Júní. Þau komu sér haganlega fyrir í íbúðinni hans Ásgeirs Páls við Ed.Baumgartnerstrasse. Við áttum frábæra daga saman jafn fyrir og eftir prófið, við fórum í "erlebnispark strasswalchen" öll saman og skemmtum okkur mjög vel, síðan söng Þorri eins vel og hann gat og fékk prófessora skólans bókstaflega til að borða úr lófanum á sér eins og einn hliðhollur njósnari íslenska hópsins komst svo skemmtilega að orði. Síðan var haldin Matskák með rúmlega helmings meðlima mætingu og gert súsjhí og pitzur, kvöldið kom vel út og verndari hópsins Herr Fisher Fiskspiel, brosti sínu breiðasta yfir endurnýjuðum krafti samtakanna. Eftir mataveislu mikla undanfarna daga sáum við okkur knúin til að eiga einn afslöppunar dag og hjóluðum út í Hellbrun. Þar slökuðum við á í grasinu, með nesti og fínt og chekkuðum síðan á gosbrunnunum með tilheyrandi vatnssulli og fjöri.
Nú eru Þorri og Árdís farin heim, eftir frábæra heimsókn til Salzburgar, Harpa komin í frí úr skólanum og ég búinn að senda 300 eintök af nýjustu plötu hljómsveitarinnar Groundfloor til landsins. Á fimmtudaginn flúgum við síðan heim til að vera í tvær vikur. Harpa ætlar að nýta tímann til afslöppunar en ég ætla aðeins að vinna og verð að spila tónleika til kynningar á plötunni.
Þeir sem hafa áhuga á að sjá okkur spila eða styðja við okkur félaganna á virkan hátt með plötu kaupum er bent á myspace.com/groundfloortheband þar sem upplýsingar um Júlí tónleikana okkar eru og hvar er hægt að kaupa plötuna.
Sjáumst í Júli og verið dugleg að kommenta, Kv. Halli.
<< Home