Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, mars 09, 2008

Puchheim tónleikarnir búnir.

Við fjölskyldan gerðum góðan túr til Puchheim í Þýskalandi um helgina. Harpa söng sig ínn í hug og hjörtu þýsku þjóðarinnar með glæsilegri frammistöðu í hlutverki sínu sem feimna króatíska ræstingakonan, Írina. Við rifum okkur eldsnemma upp og fórum með lestinni klukkan 8 og generalprobe hófst klukkan 11. Kraftinn og einbeitninguna vantaði aðeins á æfingunni sem var gott því eftir smá tiltal þá voru allir þáttakendur uppfullir af orku og einbeitningu fyrir kvöldið. Eftir æfinguna fórum við og hvíldum okkur aðeins heima hjá Theresu (hinni ræstingarkonunni í leikritinu) og kíktum í plötubúðir. Sýningin hófst klukkan 8 og tókst mjög vel í alla staði. Sýningin var fyndin, vel flutt og vel leikin og við Halldóra Björg skemmtum okkur alveg rosalega vel. Eftir sýninguna fórum við síðan beinustu leið í lestina til Munchen, hoppuðum síðan í lestina til Freilassing, hoppuðum síðan í lestina til Salzburgar og hoppuðum síðan í leigubílinn og vorum komin heim á Linzergasse um 1 leytið.

Síðan sváfum við út og slöppuðum af eftir erfiðan dag í gær. Myndirnar eru ekki svo góðar sem ég tók en ég ætla að setja inn nokkrar myndir næst þegar við setjum inn myndir.

Allt það besta, chao. H.