Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

mánudagur, desember 31, 2007

Afmæli, pakkarnir, rjupurnar, skiðin, solin og goða skapið.

Gleðilegt nýtt ár allir saman, hér kemur "örlítil" samantekt á atburðum síðastliðna daga. Afmæli Halldóru Bjargar var stórfögnuður sem okkur fannst engann enda taka. Byrjaði viku fyrir settan afmælisdag með afmælisveislu fyrir íslensku vinina sem voru á leðinni heim, síðan tóku afmælispakkar að detta inn allstaðar að úr heiminum og héldu áfram að berast fram á Þorláksmessu. Alltaf þegar ég kom og sótti Halldóru Björgu í leikskólann spurði hún hvort hún ætti ekki líka afmæli í dag og hvort hún fengi ekki líka pakka í dag? Við þökkum öllum fyrir sem sendu henni pakka í afmælisgjöf. Við feðginin fórum síðan tvö til að kaupa jólatré fyrir fjölskylduna... þekkir einhver Grisvold familíjuna? Nei þetta var nebblega svoldið svipað. Við stóðum þarna hönd í hönd feðginin í jólatrésölunni og skoðuðum. Hér vantar sko ekki velvaxin jólatré, það er hægt að fá feit, stutt, mjó, löng, þétt, gisin, gleið og breið. Við settum fram kröfu um hátt, mjótt og jafnvaxið (með jöfnubili milli greina). Rétt áður en ég hafði sleppt orðinu var gæinn horfinn inn í "skóginn" og kominn út aftur með fullkomið og netpakkað tré... Við höfðum einmitt rekið augun í það og talið það hentugast ínn í innréttinguna í stofunni og í fullkomnu samræmi við stemmninguna sem við Harpa vorum að reyna að mynda, jólastemmninguna. það er nebblega hátt til lofts hjá okkur og þetta var bara svona einhver meðalhæð miðað við hin tréin. Ég greiddi uppsett verð fyrir rósmarínkvistinn og gerði mig líklegan til að taka´nn undir hendina... En HÚFFFH ! Þvílík þyngd á einu blómi... Nú sá ég að þetta yrði hugsanlega seinleg heimganga með jólatréð, Halldóru Björgu og "litla" jólatréið hennar. Við gengum af stað með áhyggjuhjartslátt og svitann lekandi niður hálsmálið. Hún með sitt einkatré og var ekki að valda því og ég með okkar stofustáss ... og var ekki að valda því heldur. Við komum, eftir dágóða stund og um 100 metra, að þéttpakkaðri göngugötunni, sjitt hér fær maður engann séns með jólatré, síminn hringdi. Ég svaraði og þá var Harpa og fílhraustur vinur okkar í næsta nágrenni. Ég kallaði neyðarkall. Harpa kom og tók litla tréið og leiddi litlu Björg og við Arnþór héldum á JÓLATRÉNU heim. Þegar heim kom reistum við það upp í stofunni og það passaði ekki inn..., toppurinn bognaði allur og ég varð að skera af honum. Ég notaði tækifærið og setti jólatoppinn á það því annars hefði ég ekki náð úr stól. Síðan mældi ég það og reisti. Nú er það komð upp og stendur í 3,08 metrum, ég skar þó af því u.þ.b. 40 cm !! Við Halldóra Björg skreyttum það saman með góðri hjálp frá mömmu en bara öðrumegin, því við áttum ekki nóg skraut, þó við hefðum keypt meira auka...
3.40m hátt jólatré er jafnstórt og venjulega stóð í horninu á kaupfélagsplaninu nóta bene !!

Síðan komu amma og afi með jólin með sér. Afi Valdi sendi jólin hingað út með afa Mumma, svo allt hér myndi bera hinn hátíðlega blæ íslenskra jóla og var þetta hin besta sending. Þegar svo mamma og pabbi opnuðu töskurnar lyktaði hér allt saman eins og inn í búri hjá ömmu Lillu, harðfiskfíla, parta og hangikjötsylmur, lykt af nýslátruðum rjúpum og laufabrauði, og örlítill nikkelkeimur af dósunum sem geymdu grænubaunirnar. Íslensku jólin voru komin til okkar. Mamma steikti rjúpurnar meðan pabbi reif niður harðfiskinn og chekkaði á pökkunum. Allir hressir. Eftir jólapakkaflóðið sem kemur okkur altaf jafnmikið á óvart þá var lagst í Gaur langt fram á nótt við undirleik Baggalúts, engin eru jólin án þeirra.

Á annan í jólum keyrðum við í smekkfullum BMW bílaleigubíl til Dodda og Þuríðar í Skihotel Speiereck til að spila okkar árlegu jólatónleika og fara á skíði. Við kíktum við í Obertauern og nutum lífsins. Við vorum dugleg að tæta á skíði í alveg hreint frábæru veðri og færi... það var hvoru tveggja æðislegt allann tímann. Maturinn hjá nýja kokkinum hennar Þuríðar var alveg frábær, svo/og hestaferðin í pritzhutte var líka meiriháttar skemmtileg, svo öll ferðin gekk alveg mjög vel upp.

Nú er að nálgast áramót og ég er á minni reglulegu "kálkúnavakt" því ég bað fólkið mitt að gefa mér stund einum með kalkúninum augnablik. Það er vegna þessa að kálkúnavaktina hef ég staðið frá unga aldri á heimili mínu, en það er sökum afmælis Möggu Einars og kann ég henni góðar þakkir fyrir að gefa mér mikilvægi gamlársdagseldamennskunnar með tímasetningunni á afmælisdegi sínum.

Við erum hér öll í glymrandi góðu ármótaskapi og ætlum að reyna að ná áramótaskaupinu á netinu í kvöld, kalkúnninn mallar í smjörinu inn í ofni á meðan salzburg kemur sér í stríðsbúninginn... (sjá færslu frá síðustu áramótum til útskýringa) og unglíngarnir klæðast camóflash. Gleðilegt ár allir og farið varlega.

NÝJAR MYNDIR Á MYNDASÍÐUNNI. CHAO. HALLI.