Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

laugardagur, desember 15, 2007

Vegna anna...

Nei, maður segir ekki vegna Önnu í þeirri setningu sem ég vil hér skrifa. Vinsamlegast kallið fjölskylduna saman og lesið í jólastemmningu.

Vegna anna höfum við ekki séð okkur fært að skrifa jólakort í ár.
Okkur finnst það mjög miður þar sem við skemmtum okkur yfirleitt svo vel við þessar árlegu skriftir. Höfum við oftar en ekki skrifað hjartahlýjar jóla kveðjur eins og "gleðileg jól", "hafið það gott yfir hátíðirnar", "verið hress og ekkert stress" og fleira í þessum dúr. En núna, þar sem Harpa er á þrotlausum æfingum í skólanum og ég svona... að gera eitt og annað (venjuleg heimilisstörf) með námi og æfingum, þá höfum við ekki fundið tíma til að setja þessar stuttu, skemmtilegu jólakveðjur í kort og í póst.

Þannig að við höfum ákveðið að hlýja fjölskyldum okkar, vinum og öðrum þeim sem hér reka inn nefið til lesturs á þessum pistlum, um hjartaræturnar með óskum um


GLEÐILEG JÓL OG GOTT OG FARSÆLT KOMANDI NÝTT ÁR.
KÆRAR ÞAKKIR FYRIR SKEMMTILEGAR STUNDIR SEM VIÐ ÁTTUM SAMAN Á ÁRINU,
HÉR ÚTI OG HEIMA. ÞÖKKUM ÖLLUM ÞEIM FRÁBÆRU GESTUM SEM VÖLDU AÐ EYÐA HÉR FRÍINU SÍNU MEÐ OKKUR, OG ÖLLUM SEM SENDU OKKUR JÓLAKORT SÍÐASTA ÁR.

MEGA DÚNDUR STUÐKVEÐJUR (JÓLA AUÐVITAÐ) TIL ALLRA SEM UNNU MEÐ OKKUR MÚSÍK Á ÁRINU OG TIL ÞEIRRA SEM HAFA STUTT OKKUR Í NÁMINU OG RISA MEGA KLIKK JÓLAKVEÐJUR TIL ÞEIRRA SEM LEIFÐU OKKUR AÐ GISTA, LÁNUÐU OKKUR BÍLANA SÍNA OG GÁFU OKKUR AÐ BORÐA Í SUMAR ÞEGAR VIÐ KOMUM HEIM.

í lokin er hér stutt jóla vídejó af stelpunni okkar sem varð 4 ára í dag. Tíminn er fljótur að líða þegar maður er hress.
Vinsamlegast ýtið á hnappinn.