Hæ ho, við erum her enn og hvergi nærri hætt !
Við tókum á móti Hauki bróðir og Rannveigu unnustu hans daginn eftir að við komum úr óperunni í Vín. Sú ferð var algerlega, gjörsamlega frábær upplifun (fyrsta ferð greinarhöfundar í óperuhús). Við sáum hina frönsku óperu Werther með æðisgengnum söngvurum og rosalega góðri hljómsveit, allt undir frábærri stjórn, í ótrúlega vel hönnuðu tónlistarhúsi. Við sátum í bestu fáanlegu sætunum úr næst ódýrasta verðflokknum af fimm, á fjórðu hæð, beint framan við sviðið. Hljómurinn skilaði sér svo ótrúlega vel að ég á ekki enn til orð til að lýsa því, má ekki gleymast að hljómsveitin spilar úr gryfju framan við sviðið svo aðeins helmingur áhorfenda sér alla hljómsveitina, en þaðan sem við sátum gátum við greint einstaka hljóðfæri úr bandinu og líka þegar einstaka selló spilaði pí,pí,pí, píanó veikt í dramatískustu köflunum og leikararnir hvísluðu hvor að öðrum ástarorð á dauðastundu, þá var eins og við værum bara á sviðinu. Mér fannst þetta stórkostleg stund og er alveg öruggt að ég mun fara aftur.
Sorry, Harpa var að segja mér að ég var víst búinn að blogga um óperuferðina.... mér fannst þetta líka eitthvað kunnulegt.
næsta mál. Haukur og Rannveig komu og við höfðum það rosalega næs. Ég var því miður að vinna alla vikuna sem þau voru en náði þó oftast að borða með þeim og dreypa á guðaveigum á kvöldin. Þau versluðu hellíng í uppáhalds verslunarmiðstöðinni okkar, HELLPARK, og HogM og gerðu hér marga svaka góða díla. Haukur kom uppklæddur á hverjum degi innan úr stofunni og tók á móti mér í forstofunni alveg glimrandi i fínn. Á föstudeginum bauð ég þeim í ævintýrareisu upp á Untersberg sem var rosalega gaman og spennandi og á laugardeginum fórum við í húsaskoðunarferð og rúnt um sveitahéruð hér í kring, lentum í lúðrasveitar-partýi í Abtenau og enduðum í heimsókn hjá Dodda og Þurý og fórum út að borða með þeim hjá Dönunum í St.Michael og brenndum síðan í bæinn. Daginn eftir fórum við öll saman út að borða á Stiftskeller st.Peter sem getið er fyrst í rituðum gögnum árið 802, nei, nei ... ekki 1802 heldur er fyrsta færslan hárrétt 802. Og hefur þessi klaustursmatsstaður verið rekin síðan þá. Og eru ótal þjóðsögur um merkismenn sem komu og átu þar og tóku veigamiklar ákvarðanir fyrir heimsbyggðina, einnig eiga margar merkar sögur, frægra rithöfunda, að hafa að megninu til verið skrifaðar þar og flestar bestu hugmynda Leonardos Da Vinci að hafa fæðst þar, yfir soðnu súrkáli og brauðknödel eða hinum eldgamla ilmjúka nockerl haug. Það er auðvelt að ljúga upp þjóðsögur sem eiga að vera sannar og hafa gerst fyrir 1200 árum. Morguninn eftir flugu þau á braut.
Daginn eftir komu þær mæðgur Júlía og Elísabet í viku heimsókn og eins og áður var ég einhverstaðar á flandri með pensil í hönd fram á kvöld. En áttum við þó saman þægilegar, rólegar stundir í stofunni eftir að vinnu lauk. Júlía og Elísabet notuðu tímann hér eins og fyrirrennarar þeirra í Hellpark og HogM, en bættu þó nokkuð um betur og ferðuðust til Þýskalands til innkaupa. Halldóru Björgu fannst rosa skemmtilegt að fá stóra frænku í heimsókn til að leika við og sýna staðinn sinn. Hún naut þess vel að hafa þær mæðgur hér hjá sér. Stelpurnar áttu sérstaklega skemmtilegan dag í Munchen á meðan ég var í miðbæ Vínarborgar að sparsla og splæsa, hinn besti dagur hjá stelpunum. Síðan fórum við í sund til Golling og í dýragarðinn ásamt því að nota helgina vel til afslappelsis og yndislegheita. Tíminn leið hratt og nutum við gestana vel þó þreyta og stress hafi verið farin að hrjá okkur og vonum við að allir hafi notið stundarinnar.
Nú eftir að gestirnir hurfu á brott byrjaði skólinn á fullu hjá Hörpu þó undir nokkuð skrítnum formerkjum og nám hjá mér líka. Nú er sem sagt allt komið á bullandi ferð hér í námi og vinnu og stuði. Þess má geta að ég verð hugsanlega sendur til London í 8 daga um miðjan næsta mánuð til gólfgerðar fyrir Swarofskí og jafnvel til Barselóna í jafnmarga daga fljótlega eftir áramót til sömu erindagjörða. Jamm vinnan er öll að koma til eftir að ég byrjaði að tala smá þýsku og ég er farinn að fá mjög skemmtileg verkefni og smá ábyrgð. Það gæti einnig verið að detta inn eitt og eitt borgað jazzgigg hjá mér, eftir læknagigg sem ég tók með Peter og Peter um daginn í húsi Salzburger Nachrichten.
Meiri fréttir seinna þegar eitthvað er að frétta.
P.s. Harpa kemur mjög vel undan sumri þó lítið hafi hún sungið klassískt í sumar. Kennararnir segja hana í góðu formi og hún er jákvæð, bjartsýn og full tilhlökkunar fyrir vetrinum.
Servús, grus dich, Halli og fjölsk.
Sorry, Harpa var að segja mér að ég var víst búinn að blogga um óperuferðina.... mér fannst þetta líka eitthvað kunnulegt.
næsta mál. Haukur og Rannveig komu og við höfðum það rosalega næs. Ég var því miður að vinna alla vikuna sem þau voru en náði þó oftast að borða með þeim og dreypa á guðaveigum á kvöldin. Þau versluðu hellíng í uppáhalds verslunarmiðstöðinni okkar, HELLPARK, og HogM og gerðu hér marga svaka góða díla. Haukur kom uppklæddur á hverjum degi innan úr stofunni og tók á móti mér í forstofunni alveg glimrandi i fínn. Á föstudeginum bauð ég þeim í ævintýrareisu upp á Untersberg sem var rosalega gaman og spennandi og á laugardeginum fórum við í húsaskoðunarferð og rúnt um sveitahéruð hér í kring, lentum í lúðrasveitar-partýi í Abtenau og enduðum í heimsókn hjá Dodda og Þurý og fórum út að borða með þeim hjá Dönunum í St.Michael og brenndum síðan í bæinn. Daginn eftir fórum við öll saman út að borða á Stiftskeller st.Peter sem getið er fyrst í rituðum gögnum árið 802, nei, nei ... ekki 1802 heldur er fyrsta færslan hárrétt 802. Og hefur þessi klaustursmatsstaður verið rekin síðan þá. Og eru ótal þjóðsögur um merkismenn sem komu og átu þar og tóku veigamiklar ákvarðanir fyrir heimsbyggðina, einnig eiga margar merkar sögur, frægra rithöfunda, að hafa að megninu til verið skrifaðar þar og flestar bestu hugmynda Leonardos Da Vinci að hafa fæðst þar, yfir soðnu súrkáli og brauðknödel eða hinum eldgamla ilmjúka nockerl haug. Það er auðvelt að ljúga upp þjóðsögur sem eiga að vera sannar og hafa gerst fyrir 1200 árum. Morguninn eftir flugu þau á braut.
Daginn eftir komu þær mæðgur Júlía og Elísabet í viku heimsókn og eins og áður var ég einhverstaðar á flandri með pensil í hönd fram á kvöld. En áttum við þó saman þægilegar, rólegar stundir í stofunni eftir að vinnu lauk. Júlía og Elísabet notuðu tímann hér eins og fyrirrennarar þeirra í Hellpark og HogM, en bættu þó nokkuð um betur og ferðuðust til Þýskalands til innkaupa. Halldóru Björgu fannst rosa skemmtilegt að fá stóra frænku í heimsókn til að leika við og sýna staðinn sinn. Hún naut þess vel að hafa þær mæðgur hér hjá sér. Stelpurnar áttu sérstaklega skemmtilegan dag í Munchen á meðan ég var í miðbæ Vínarborgar að sparsla og splæsa, hinn besti dagur hjá stelpunum. Síðan fórum við í sund til Golling og í dýragarðinn ásamt því að nota helgina vel til afslappelsis og yndislegheita. Tíminn leið hratt og nutum við gestana vel þó þreyta og stress hafi verið farin að hrjá okkur og vonum við að allir hafi notið stundarinnar.
Nú eftir að gestirnir hurfu á brott byrjaði skólinn á fullu hjá Hörpu þó undir nokkuð skrítnum formerkjum og nám hjá mér líka. Nú er sem sagt allt komið á bullandi ferð hér í námi og vinnu og stuði. Þess má geta að ég verð hugsanlega sendur til London í 8 daga um miðjan næsta mánuð til gólfgerðar fyrir Swarofskí og jafnvel til Barselóna í jafnmarga daga fljótlega eftir áramót til sömu erindagjörða. Jamm vinnan er öll að koma til eftir að ég byrjaði að tala smá þýsku og ég er farinn að fá mjög skemmtileg verkefni og smá ábyrgð. Það gæti einnig verið að detta inn eitt og eitt borgað jazzgigg hjá mér, eftir læknagigg sem ég tók með Peter og Peter um daginn í húsi Salzburger Nachrichten.
Meiri fréttir seinna þegar eitthvað er að frétta.
P.s. Harpa kemur mjög vel undan sumri þó lítið hafi hún sungið klassískt í sumar. Kennararnir segja hana í góðu formi og hún er jákvæð, bjartsýn og full tilhlökkunar fyrir vetrinum.
Servús, grus dich, Halli og fjölsk.
<< Home