enn rignir og rett að koma gestir.
Já, hér er allt að flæða yfir og Salzach rennur hér í gegn á fullum krafti, rífur með sér tré og gras og alls kyns drasl og fleytir niður til sjávar. Það er óneytanlega mikilfengleg sjón að sjá svo vatnsmikið fljót, allt mórautt og grátt þjóta framhjá með skvettum, öldugangi og hávaða, sem venjulega hríslast framhjá með þægilegu gutlandi hljóði, blágrænt og rólegt. Hér eru vatnskaða fréttir í útvarpinu og vegum lokað hingað og þangað um Austurríki. Vonandi fer þessu vatnsveðri að linna þar sem Sylvía, Doddi og Valgerður ætla að koma á mánudaginn, það verður stuð.
Við fórum í Europark eða HELLpark eins og við köllum það í dag. Ég fór að reyna að finna einhverja skjíðajakka á "inventurabverkauf" lagerútsölu sem ég gæti keypt mér fyrir allann peninginn sem ég fékk í þrítugsammælisgjöf frá fólkinu mínu á ísl. Ég fann ekkert, síðan fórum við í IKEA að kaupa stóla fyrir gestina og eitthvað meira drasl, þið vitið öll hvernig þessar IKEA ferðir enda. Á að kaupa eitthvað eitt (sem yfirleitt er ekki til en væntanlegt) og endað á að kaupa allskonar dót sem er algerlega nauðsynlegt og á alveg ótrúlega góðu sænsku verði, sjitt hvað maður lætur alltaf plata sig. Eftir þetta ákváðum við að dröslast aftur í HELLpark til að fá okkur að borða, ég valdi hinn austurríska Rashhofer´s eða eitthvað svoleiðis. Dauðsvöng og pirruð fórum við og fengum okkur sæti innan um sísvælandi, sítt að aftan, yfirvaraskeggs almúgafólk og ég pantaði mér BJÓR og NAUTASTEIK. Steikin kemur á borðið eftir 1-2 mínútur (tímann sem það tekur að ganga frá borðinu, inn í eldhús og til baka) þó það væri brjálað að gera, sneitt, grátt, rennblautt og bragðlaust. Sem sagt soðið í potti í sneiðum og veitt upp úr við hverja pöntun með gataausu.
Þó diskurinn flyti í vatni þvældi ég mér í gegnum matinn (þetta var nú steik) með fullt af salti og pipar, því það var bara soðið, ekkert bragð. Þegar ég var spurður hvernig smakkaðist, sagði ég að það hafi ekki verið neitt sérstaklega gott og afþakkaði boð um eitthvað annað af matseðlinum og nennti engu veseni, enda búinn með megnið af matnum. Eftir um hálfan bjór, tók ég að stara ofan í hann eins og einmana róni á Manhattan í mynd eftir Woddy Allen og hvað er þetta? .... eridda .. ? ... ha? .. Dsjíses, Harpa sjáðudda ! ... þetta er ótrúlegt. Harpa leit ofan í brjórglasið mitt og starði lengi ... hvað ... dsjíses er þetta eldspíta? "já" sagði ég "brunnin eldspíta" Glæsilegt! nú var hungrið farið fyrir ógleði af soðnu nautakjöti og bjórþorstinn farinn fyrir lífrænt ræktaðan eplasafa eða bara kranavatnslöngun, mikill djöfulsins bömmer. Ég kallaði á þjóninn og sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem ég sæji bjórinn borinn svona fram og spurði hvort þetta væri venjan og heimtaði "angebot" (tilboð, kannski ekki nógu gott orð). Hann sagði þetta ekki venju og baðst ofboðslega afsökunar og þegar við gerðum upp sá ég að ég fékk bjórinn OG eldspítuna fría. Mér fannst í raun eins og mér hefði verið misþyrmt eða niðurlægður og vildi bara komast út. Því borgaði ég bara og rauk út í rigninguna meðan stelpurnar fóru aðeins meira að versla.
Eftir þetta gat ég bara ekki verið neinsstaðar inni, mér leið eins og soðið nautakjöt og eldspíta í bjór, svo ég ákvað að fara til Þýskalands í innkaupaferð. Við fórum til Freilassing (15-20 mín í strætó) og gerðum innkaup. Þar komumst við að því að í Þýskalandi kostar allt um það bil eina evru og oftast verðsett í sentum !! kippan kostar meira að segja svipað og bjórinn hér. (Alltaf er maður að græða) Við keyptum rosalega inn fyrir vikuna og ákváðum að þetta þyrfti að vera gert tvisvar í mánuði, allavega, þvílíkur var sparnaðurinn.
Nú erum við komin heim og vorum að spæna í okkur bestu fiskisúpu sem hvort okkar hefur smakkað, hún var æði. Ég hef bæði náð bragðinu, og lyktinni úr vitum mínum af þessari soðnu nautasteik sem jafnvel SuðuSigfús hefði fúlsað við og er allur að komast í rétt lag. Takk fyrir lesturinn og látið vita hver þið erum, okkur finnst það svo gaman. Sí ja.
Soðin nautalund með koltvíoxíðs brunabragðs, nýbrugguðum bjór í reykmettuðu, röku og svitafýlu andrúmslofti.
Við fórum í Europark eða HELLpark eins og við köllum það í dag. Ég fór að reyna að finna einhverja skjíðajakka á "inventurabverkauf" lagerútsölu sem ég gæti keypt mér fyrir allann peninginn sem ég fékk í þrítugsammælisgjöf frá fólkinu mínu á ísl. Ég fann ekkert, síðan fórum við í IKEA að kaupa stóla fyrir gestina og eitthvað meira drasl, þið vitið öll hvernig þessar IKEA ferðir enda. Á að kaupa eitthvað eitt (sem yfirleitt er ekki til en væntanlegt) og endað á að kaupa allskonar dót sem er algerlega nauðsynlegt og á alveg ótrúlega góðu sænsku verði, sjitt hvað maður lætur alltaf plata sig. Eftir þetta ákváðum við að dröslast aftur í HELLpark til að fá okkur að borða, ég valdi hinn austurríska Rashhofer´s eða eitthvað svoleiðis. Dauðsvöng og pirruð fórum við og fengum okkur sæti innan um sísvælandi, sítt að aftan, yfirvaraskeggs almúgafólk og ég pantaði mér BJÓR og NAUTASTEIK. Steikin kemur á borðið eftir 1-2 mínútur (tímann sem það tekur að ganga frá borðinu, inn í eldhús og til baka) þó það væri brjálað að gera, sneitt, grátt, rennblautt og bragðlaust. Sem sagt soðið í potti í sneiðum og veitt upp úr við hverja pöntun með gataausu.
Þó diskurinn flyti í vatni þvældi ég mér í gegnum matinn (þetta var nú steik) með fullt af salti og pipar, því það var bara soðið, ekkert bragð. Þegar ég var spurður hvernig smakkaðist, sagði ég að það hafi ekki verið neitt sérstaklega gott og afþakkaði boð um eitthvað annað af matseðlinum og nennti engu veseni, enda búinn með megnið af matnum. Eftir um hálfan bjór, tók ég að stara ofan í hann eins og einmana róni á Manhattan í mynd eftir Woddy Allen og hvað er þetta? .... eridda .. ? ... ha? .. Dsjíses, Harpa sjáðudda ! ... þetta er ótrúlegt. Harpa leit ofan í brjórglasið mitt og starði lengi ... hvað ... dsjíses er þetta eldspíta? "já" sagði ég "brunnin eldspíta" Glæsilegt! nú var hungrið farið fyrir ógleði af soðnu nautakjöti og bjórþorstinn farinn fyrir lífrænt ræktaðan eplasafa eða bara kranavatnslöngun, mikill djöfulsins bömmer. Ég kallaði á þjóninn og sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem ég sæji bjórinn borinn svona fram og spurði hvort þetta væri venjan og heimtaði "angebot" (tilboð, kannski ekki nógu gott orð). Hann sagði þetta ekki venju og baðst ofboðslega afsökunar og þegar við gerðum upp sá ég að ég fékk bjórinn OG eldspítuna fría. Mér fannst í raun eins og mér hefði verið misþyrmt eða niðurlægður og vildi bara komast út. Því borgaði ég bara og rauk út í rigninguna meðan stelpurnar fóru aðeins meira að versla.
Eftir þetta gat ég bara ekki verið neinsstaðar inni, mér leið eins og soðið nautakjöt og eldspíta í bjór, svo ég ákvað að fara til Þýskalands í innkaupaferð. Við fórum til Freilassing (15-20 mín í strætó) og gerðum innkaup. Þar komumst við að því að í Þýskalandi kostar allt um það bil eina evru og oftast verðsett í sentum !! kippan kostar meira að segja svipað og bjórinn hér. (Alltaf er maður að græða) Við keyptum rosalega inn fyrir vikuna og ákváðum að þetta þyrfti að vera gert tvisvar í mánuði, allavega, þvílíkur var sparnaðurinn.
Nú erum við komin heim og vorum að spæna í okkur bestu fiskisúpu sem hvort okkar hefur smakkað, hún var æði. Ég hef bæði náð bragðinu, og lyktinni úr vitum mínum af þessari soðnu nautasteik sem jafnvel SuðuSigfús hefði fúlsað við og er allur að komast í rétt lag. Takk fyrir lesturinn og látið vita hver þið erum, okkur finnst það svo gaman. Sí ja.
Soðin nautalund með koltvíoxíðs brunabragðs, nýbrugguðum bjór í reykmettuðu, röku og svitafýlu andrúmslofti.
<< Home