Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Hæ, hæ her erum við a ny !!

Við erum búin að vera heima í Linzergasse í eina viku núna. Við tókum með okkur frænku úr Garðabænum okkur til skemmtunar og yndisauka, einnig til reynslu sem au pair hérna úti. Eydís er búin að standa sig mjög vel og hefur þrammað hérna með okkur um bæinn endilangan og notið rigningarinnar. Ég fór fljótlega til Lungau að vinna við Skihotel Speiereck eftir að ég kom og til markaðsfræðilegrar aðstoðar yfir sumartímann. Allstaðar hægt að koma sér í eitthvað spennandi og uppbyggilegt. Eftir að ég kom aftur til salzburgar á föstudag höfum við haft það mjög gott, við fórum meðal annars í sundferð til Golling og chilluðum á mörkuðum í dag (sunnudag). í kvöld fer ég síðan aftur til Dodda og Þuríðar að huga betur að markaðsherferð næsta sumars og eru margar spennandi hugmyndir komnar upp um hvernig eigi að koma Skihotel speiereck og svæðinu í kring á toppinn í sumarafþreyingu og skemmtilegu, ógleymanlegu fríi, en nánar um það seinna. Ég verð núna til miðvikudags og kem þá aftur, til undurbúnings á íslandstónleikunum sem ég spila á með Rósu og Peter á föstudaginn 17. Shjallí og Eydís fara svo heim til íslands á fimmtudaginn eftir að hafa borðað með okkur á pasta e vino, við það sleppur nottla enginn sem hingað kemur. Mánudaginn 20. flýg ég svo til Hamborgar til móts við minn gamla vin Guðmund Rey, við ætlum daginn eftir á langþráða tónleika með Floridabay thrössurunum TESTAMENT. Síðan chilla ég og skoða nýja metalhausinn Viktor Davíð Guðmundsson í nokkra daga áður en ég flýg aftur heim. Talandi um tonleika, Við frænka gerðum okkur lítið fyrir og kíktum á house/teknó tónleika hjá íslenska dansbandinu Gus Gus á laugardagskvöldið. Það var rosa skemmtilegt, þau eru bara mjög skemmtileg og eru með gott sjó, allavega fíluðu salzburgararnir þetta alveg í botn og þekktu nærri allt sem þau spiluðu. Við þekktum ekki neitt.
Hey gleymdi því næstum því... Amma og Afi gáfu mér Úgúlele í afmælisgjöf og takk kærlega fyrir það :)
Jæja þá nóg í bili...

Fullt af nýjum myndum úr íslendsferðinni á myndasíðunni.

(P.s. náttúru myndirnar á síðunni eru aðallega fyrir íslendinga erlendis og útlendinga hérlendis)