Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

föstudagur, maí 11, 2007

sushi og fyrsti masterklass husbondans.

Já það er hætt að rigna í bili og við höfum það gott. Enn er frí í vinnunni vegna verkefnaleysis, en í því fríi hef ég æft mig á bassann og fór á masterklass með Barböru Bonney og Harpa kom til að hlusta. Eftir masterklassinn sem gekk ágætlega fór ég að sækja Halldóru Björgu á leikskólann og við keyptum Súshí vörur. Síðan gerðum við súshí og héldum súshí/júróvísíjón veislu. Aumingja Eiríkur, hann stóð sig ógeðslega vel og kom mér á óvart með krafti raddar sinnar, still góing strong. En hvað viljum við svosem vera leika okkur við þessar þjóðir sem komumst áfram ... ég er bara hálf feginn, en samt annað partý á laugardagskvöldið.
Nuna er Harpa að fara á sama masterklassinn og ég fór á í gær og ætlar að syngja og ég ætla með til að hlusta ... eins og í gær. Bestu kveðjur Halli.