Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðilega paska allir saman!!

Síðustu helgi fórum við í heimsókn til vina okkar í Hotel Speiereck, Dodda og Þuríðar, með Arnþóri gítarista og Önnu Láru. Við leigðum bíl og fórum öll saman á laugardagsmorgun og komum á réttum tíma í hádegismat. Við chilluðum í St.Martin, tókum göngutúr niður í bæ og kíktum við á Café Músíkkus, hjá Gottfried og konu hans. Það fengum við okkur kaffi, bjór og kökur, þegar við síðan stóðum upp og vorum á leið út þá stoppaði "Gotti" mig og spurði hvort ég gæti ekki tekið aðeins lagið og hvort einhver annar spilaði úr hópnum ... Það endaði með að við Arnþór tókum nokkur lög, bæði jazz og austurríska þjóðlagastandarda með Gotta á nikkuna, á alveg hreint rosalega vond hljóðfæri. En þegar allir brosa og klappa með þá er maður ekkert að pæla í því, og ég spilaði á kontrabassa með böndum og Arnþór á algerlega hljómlausan gítar en við og áhorfendur skemmt sér vel. Eftir þetta keyptum við okkur snakk og disk með Hanza Hintersee fyrir kvöldið og drifum okkur í kvöldverð. Áttum gott kvöld í spjalli og sprúttdrykkju og gerðum okkur ready í morgundaginn. Við vöknuðum snemma og við Anna Lára drifum okkur á skíði. Ég fékk lánuð skíði hjá pabba hans Dodda og Anna fékk hjá Þuríði, síðan leigðum við bara skó og héldum til fjalla. Við skíðuðum alveg streit til hálf eitt og keyrðum okkur alveg út, fínt færi þennan sunnudag. Eftir þessa stuttu en góðu heimsókn til St.Martin héldum við aftur heim til Salzburgar. Síðan leið bara vikan venjulega með óvenjulega mikilli vinnu og bing ! Allt í einu páskar.
Þeir eru reyndar ekki jafn gjafmildir á páskafríið hér í kaþólskunni eins og þeir eru á því kalda gamla, því ég vann fimmtudaginn ... og föstudaginn allann og komst ekki í páska frí fyrr en klukkan sex á föstudaginn langa og varð hann því enn lengri fyrir vikið, ætlaði aldrei að enda. Á laugardaginn fórum við í fjölskyldu hjólarúnt og ég fór að spila með Peter jazzara vini okkar, og gæti orðið eitthvert framhald á því. Það var mjög gaman að komast í hardcore jazz stúdíu aftur, því þarna var hvergi hopað, bara allt á fullu í óþekktu efni. Eftir þessa æfingu kom hann bara heim með mér (hann býr í sömu götu og við og stúdíjóið hans, þar sem við spiluðum er eiginlega í næsta húsi) og borðaði með okkur dinner og chillaði.
Við vöknuðum svo snemma í morgun og gerðum allt tilbúið í páskahérabakstur, en það er hefð úr fjölskyldunni Hlíðarbraut sem við ákváðum að reyna að viðhalda. Þetta er svona skemmtileg familítradissjón þar sem allir baka sinn páskahéra úr brauði í þykjustu fegurðarsamkeppni héra og borða þá svo með gommu af áleggjum í hádegismat. Rosa gaman. Síðan komu Doddi, Þurý, Katrín, Danni og Benjamín í heimsókn seinni partinn og eyddu með okkur páskadegi í gamla bænum. Það var rosa næs.

Páskadagsmáltíðin !!! húffhh, vooo hó, og mmm hm ! Hún heppnaðist í alla staði rosalega vel. Við vorum með ótrúlega bragðgott nautakjöt, með peppersosh og grilluðum kartöflu bátum með salt, pipar og timjan, mozarella salat og rauðvín, sem við erum enn að njóta. Higgh.

Gleðilega páska aftur allir saman og nautnakveðjur úr Salzborginni, sjáumst.