Sönglað í Salz

Hér munu merkar og ómerkar fréttir sem og hugleiðingar líta dagsins ljós frá fjölskyldunni í Salzburg

sunnudagur, mars 04, 2007

O, unaðslega Austurriki, hversu gott getur þu orðið?

Austurríki býður upp á ýmsa skemmtilega fítusa eins og hér hefur verið skifað um og rætt í þaula. En einn stærsti og besti kostur þessa lands er að það kallar til sín allskonar skemmtilegt fólk til skíðaiðkunar, ofáts og víndrykkju. Okkur fjölskyldunni var boðið á skíði og að taka þátt skemmtuninni yfir síðustu helgi með mömmu og pabba og vinum þeirra. Okkur hafði hlakkað alveg rosalega mikið til að fara þar til leyfi mitt til ráðstöfunnar á helginni að eigin vild var afturkallað með öllu og mér sagt að ég skuldaði fyrirtækinu stórfé og yrði að vinna í Munchen alla helgina !! Ég sá það fyrir mér að Harpa og Halldóra Björg færu bara einar og ég málaði Munchen á meðan ... djövussissh ! Á Fimmtudeginum fyrir áætlaðan brottfaradag til skíðaparadísarinnar í Obertauern, hringdi ég í yfirmanninn og heimtaði fund eftir vinnu. Það gekk eftir og ég sagði honum að á íslandi teldist það ekki sjálfsagt að komast á skíði hverja helgi fyrir slabbi og roki og ég bara yrði að fara. Hann tók rökin gild, ég greiddi skuldina og við urðum vinir, að því undanskildu að ég ynni föstudaginn. O.k. sagði ég alveg grjótharður .. andvarpaði, þóttist hugsa eitthvað og sagði aftur .. O.k. og nikkaði. Harpa og Halldóra Björg fóru á undan, óvitandi hvert framhaldið yrði, hver myndi taka á móti þeim, í hvernig ástandi sá væri og hvar ... Obertauern, væri eiginlega. Þeim tókst áfallalaust að komast í hendur mömmu og pabba í Obertauern og héldu sig þar öruggar, en það var ekki svo auðvelt. Foreldrar mínir vildu ólmir kynna þær báðar fyrir vinum sínum og stemmningunni í bænum ... 46 skot ... og nostalgíju júró trans popp í botni, svona er þetta nú sögðu þau bæði og buðu þær velkomnar með að rétta Hörpu fyrsta "Wilsoninn". Ég kláraði vinnuna og dreif mig af stað. Rétt eftir að ég lagði sjálfur af stað hringdi ég í Hörpuna mína, hún talaði bara um "Wilson" og 24 á bakka, með tilboði, allt í allt 46 skot, þetta er frábært, ALLIR AÐ DANSA ! Þegar ég kom svo uppeftir tóku pabbi og Harpa á móti mér og við flýttum okkur að fara að velja skíði fyrir helgina. Á leiðinni sögðu þau mér að mamma og pabbi hefðu farið að hitta Jóa og Stebbu, Einar og Þóru og Lúðvík og Möggu á barnum og þá fór ég að skilja þetta með Wilsoninn, ég hef nefnilega hitt þetta fólk áður ... Fljótlega eftir mátið var okkur boðið til 5 rétta málsverðar á hótelinu og þvílík sæla, allt eins og best var á kosið, með víni og "skál",síðan var farið snemma í háttinn. Á laugardagsmorgun fórum við öll saman í morgunverð, sem tók kvöldverðinum næstum fram með "live" steiktum, soðnum eða spældum eggjum og meððí, áður en við fórum í fjallið. Harpa og mamma urðu eftir með Halldóru Björgu fram að einkakennslunni, sem átti að byrja klukkan 12, meðan við Pabbi þeystumst um brekkurnar, allveg óðir. En eins og margir vita er kappið ekki besti kostur sjúklingsins og pabbi gleymdi sér aðeins við að sýna mér hvernig ætti að "keyra þessar brekkur á fullu og þreytti biluðu löppina aðeins um of. Síðan fórum við niður og ég og Harpa fylgdum skíðadrottningunni í einkakennsluna. Þegar þangað var komið harðneytaði hún að taka nokkurri kennslu. Hún sagðist hafa farið í kennslu um jólin og það hafi verið það sem hafði af henni verðlauna sæti í síðasta mótinu sínu erlendis. Allt út af vitlausri tækni kennslu, keyrði hún útúr brautinni. Nú keppir hún bara erlendis og sagði að hún vildi enga kennslu og fór að grenja. Grét svo bara og grét það til mamma og pabbi sögðu bara "tútt mír læt" (þykir það leitt, góði og virðulegi skíðakennari með milljón ára reynslu og marga sigra að baki, en þá finnst dóttur okkar margverlaunaðri krúsíndúllu og prinsessu að þinna hæfileika sé ekki óskað hér) og kvöddu. Harpa fór þá skíði og við Halldóra Björg fórum í laugina og byggðum vegg með kanínu. Aftur endaði dagurinn á fjölrétta máltíð, víni og fíneríi. Í morgun rifum við Harpa okkur upp svo snemma að lyftunum hafði rétt verið lokað daginn áður og drifum okkur í morgunmat og út í bilinn að skíða. Skíðuðum allar hugsanlegar brekkur, langar, brattar, skrítnar, bognar, hólóttar, hágar og lágar. Halldóra Björg lék við ömmu og afa fram að hádegi og síðan kom Harpa og skipti við þau. Þá brunuðum við skíðatríóið úr St.Johann á leit nýrra ævintýra. Pabbi svona rétt að ná sér eftir ofurkeyrslu gærdagsins og mamma bara ágæt í sinni löpp brenndum við um allt og skemmtum okkur frábærlega. Sólin braust fram úr skýunum um hádegið og gerði það daginn alveg 100 prósent. Við hittum aðeins "smíðarana" áður en við hættum að skíða og náðum að kveðja þau. Hittum þau næst á Salzburg á brottfaradaginn. Síðan tókum við bara rútuna til Radstadt og lestina þaðan heim til Salzburgar. Takk kærlega fyrir frábæra helgi mamma og pabbi og "allir hinir í fjallinu sem klöguðu ekki í lyftuverðina þegar ég keyrði þá næstum því niður við að reyna að hanga í rassgatinu á pabba með bilaða hnéið"

"Smíðarar eru timburmenn á skíðum"

Nýjar myndir á myndasíðunni.