Bjartsyni, betra veður og hiti.
Jamm, hvernig er hægt annað en að vera bjartsýnn eftir svona vikur undangengnar, allt er upp á við. Ég vann tvo daga í síðustu viku og það er dagspari meira en ég vann í vikunni þar áður og stefnir allt í að verði vinna í næstu viku, hugsanlega í Munchen. Ég sló til nokkur ný jarn fyrir framtíðina hér í salzburg og hennti í eldinn og er ég hinn bjartsýnasti með það, það er ómögulegt að gefast bara upp, og hef því ákveðið vinna áfram um tíma hjá Herr Muthwill í Hallein.
Veðrið í dag er enn betra en við síðasta blogg og nú er greinilegt að íbúar og kaffihúsaeigendur hér hafa allveg misst trúna á snjónum, hann kemur víst ekki þennan veturinn, og nú sitja bara flestir úti og sötra hvítt og bjór. Stólarnir fyrir utan veitingastaðina eru komnir út og flestir uppteknir, strákarnir eru komnir úr jökkunum og sumir bara í tísjört, eins og ég sá áðan þegar ég fór í búðina. Þegar ég mætti þeim var ég klæddur í úlpu, nýja þykka danska peysu og tísjört innan undir, allveg að kafna úr hita og þeir bara fínir.
Halldóru Björgu finnst helst til heitt líka, enda mældist hún með 39,4 í gærkvöldi og var sjóðandi í alla nótt, og allveg eldrauð þegar hún vaknaði. Þá var bara fenginn sér stíll og spóla í tækið og enn samt um miðjan dag var hún með 39. Hún gengur hér um allveg eldrauð í framan með sokkin augu og bros á vör, því ofan á veikindin er líka nammidagur ... og innbyrt eftir því. Hver man ekki eftir að hafa fengið sinn fyrsta og síðasta pez kall í veikindum? Pezkall í hitakófi, ég tengdi pezið lengi vel beint við að hafa náð mér af veikindum, kannski hefur það áhrif? ... Það er annars bara ágætt að hún sé að klára þetta núna því næsta helgi verður skíðahelgi fjölskyldunnar. Það verður gott fyrir hana að klára veikindin fyrir þau ævintýr. Mamma og pabbi koma til Salzburg í kvöld og fara beint til Obertauern og gera sig ready til skíðaiðkunar á morgun. Svo hittumst við á föstudagsmorgun í fjallinu, það verður frábært.
Bestu kveðjur og varist hitann, því honum fylgja gjarnan beinverkir og leiðindi.
Halli bjartsýni.
Veðrið í dag er enn betra en við síðasta blogg og nú er greinilegt að íbúar og kaffihúsaeigendur hér hafa allveg misst trúna á snjónum, hann kemur víst ekki þennan veturinn, og nú sitja bara flestir úti og sötra hvítt og bjór. Stólarnir fyrir utan veitingastaðina eru komnir út og flestir uppteknir, strákarnir eru komnir úr jökkunum og sumir bara í tísjört, eins og ég sá áðan þegar ég fór í búðina. Þegar ég mætti þeim var ég klæddur í úlpu, nýja þykka danska peysu og tísjört innan undir, allveg að kafna úr hita og þeir bara fínir.
Halldóru Björgu finnst helst til heitt líka, enda mældist hún með 39,4 í gærkvöldi og var sjóðandi í alla nótt, og allveg eldrauð þegar hún vaknaði. Þá var bara fenginn sér stíll og spóla í tækið og enn samt um miðjan dag var hún með 39. Hún gengur hér um allveg eldrauð í framan með sokkin augu og bros á vör, því ofan á veikindin er líka nammidagur ... og innbyrt eftir því. Hver man ekki eftir að hafa fengið sinn fyrsta og síðasta pez kall í veikindum? Pezkall í hitakófi, ég tengdi pezið lengi vel beint við að hafa náð mér af veikindum, kannski hefur það áhrif? ... Það er annars bara ágætt að hún sé að klára þetta núna því næsta helgi verður skíðahelgi fjölskyldunnar. Það verður gott fyrir hana að klára veikindin fyrir þau ævintýr. Mamma og pabbi koma til Salzburg í kvöld og fara beint til Obertauern og gera sig ready til skíðaiðkunar á morgun. Svo hittumst við á föstudagsmorgun í fjallinu, það verður frábært.
Bestu kveðjur og varist hitann, því honum fylgja gjarnan beinverkir og leiðindi.
Halli bjartsýni.
<< Home